Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.
Greinasafn fyrir merki: Garðar
Lóðamörk við götu, ýmsar útfærslur
Viltu skýla garðinum frá veginum? Það er hægt að gera á margan hátt, hér að neðan eru mismunandi útfærslur.

Flekar úr timbri með blönduðum gróðri fyrir framan sem hylur skjólvegginn nokkuð og milli fleka er plantað sígrænu greni sem lokar allan ársins hring, mjög fjölbreytt.
Yndisgarðar til yndis og gagns.
Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.
Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning. Halda áfram að lesa
Limgerði af ýmsum toga.

Birkikvistur í blóma, verður nokkuð breiður um sig og lágur.
Margar gerðir eru til af limgerðum, klippt og óklippt, mismunandi tegundir gera þau ólík en margt þarf að hafa í huga þegar útbúa skal limgerði. Hversu mikið er plássið? Hversu hátt þarf/má það verða, sól/skuggi og ýmislegt fleira. Halda áfram að lesa
Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.
Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til. Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið. Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa
Smágarðar
Sniðug hugmynd, þar sem gróðurbeðum má raða að vild og breyta til, aftur og aftur. Lágvöxnum gróðri er komið fyrir í hverjum kassa, þeir eru svo á hjólum þannig að auðvelt er að færa þá til og raða upp á mismunandi vegu. Ein tegund í einn tígullaga kassa sem svo mynda breiður af jarðlægum gróðri í ýmsum áferðum og mynstrum. Það eru hönnuðirnir Legge Lewis og Legge sem eiga heiðurinn af þessari hugmynd en þeir starfa í New York og Austin í Texas. Þetta verk þeirra var á alþjóðlegu garðhátíðinni í Toronto í september 2010. Halda áfram að lesa