Hluti lóðar eftir breytingar, upphækkuð gróðurbeð. Hellulagður stígur milli palla og fjölbreyttara efnisval ásamt heitum potti. Klifurrósir upp við suðaustur húsvegg.
Sama svæði fyrir breytingar, stór samsettur tímburpallur frá ýmsum tímabilum. Innsta svæði pallsins var lokað af með Fjallarifslimgerði.
Sama svæði fyrir breytingar, séð frá hinni áttinni. Skjólveggur við enda húsveggjar verður fjarlægður sem og tré í miðjum pöllum.
Hér sést suðausturhluti eftir breytingar. Einfaldur timburpallur úr lerki. Klifurrósabeð við suðaustur húsvegg. Runnagróðurkassi er við enda pallsins og matjurtarreitir þar í framhaldi.
Eitt horn garðsins fyrir breytingar sést á efri mynd, samsettir stallaðir pallar. Ölur á erfiðum stað fyrir miðri gönguleið. Skjólveggur við húshorn.
Á neðri myndinni má sjá eftir breytingar, svæði einfölduð og lögð í sömu hæð. Skipt upp með mismunandi efnum. Vínarhellur lagðar í stíg á milli palla sitt hvoru megin við húsið. Matjurtarbeðum komið fyrir í afmörkuðum reitum og rifs upp við skjólvegg þar sem það þrífst vel í skugga. Trjákurl sett í kringum matjurtarsvæðið. Ölur fjarlægður. Skjólveggur við húshorn er fjarlægður og Fjallarifslimgerði fært þangað sem veitir skjól og brýtur upp vind sem og að hægja á honum og kemur í veg fyrir vindsveipi.
Pallur í stöllum við nágrannavegg fyrir breytingar.
Eftir breytingar er opnað betur á milli svæða og mishæðóttum palli breytt í runnabeð með möl, allt í sömu hæð og pallur sem fyrir er. Hann fær að halda sér.
Steinabeð og blandað limgerði eftir breytingar, fjölbreyttir runnar og litskrúðugur gróður.
Það sem eigendur lögðu upp með og fannst hafa heppnast vel var:
- Skemmtilegra útiverusvæði og gert ráð fyrir heitum potti.
- Fengu meiri hlýleika í garðinn með gróðri, sérstaklega upp við hvíta endaveggi og aðgreina svæði garðsins betur.
- Fengu ráðgjöf um gróðursamsetningu þannig að gróður blómstri á mismunandi tíma.
- Fengu pláss fyrir matjurtargarð.