Yndisgarðar til yndis og gagns.

Yndisgarður í Fossvogi, huggulegasti skrúðgarður.

Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.

Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning.

Ýmsar tegundir af mismunandi yrkjum er að finna í yndisgarðinum.

Sumarið 2008 var gróðursett í fyrsta áfanga klónasafnsins á Reykjum og hefur síðan verið aukið við safnið á hverju ári. Haustið 2010 var hafist við að gróðursetja í yndisgarð í Fossvogi í Kópavogi.

Yndisgarðurinn í Fossvogi er vel staðsettur vestan við Gróðrastöðina Mörk og í góðum tengslum við útivistarsvæðið í Fossvogi. voru fyrstu plönturnar gróðursettar 15. október 2010, sama dag og garðurinn var vígður formlega.  Í Yndisgarðinum í Fossvogi voru skráð þá um haustið 200 yrki trjáa, runna og fjölæringa af ýmsum tegundum, þar á meðal eru viðkvæmari tegundir sem að mögulegt er að rækta á grónari og skjólsælari svæðum, sérstaklega suðvestanlands.

Upplýsingaskilti um tegundir og yrki í garðinum og staðsetningu þeirra.

Upplýsingaskilti er að finna í garðinum sem sýnir staðsetningu tegunda og yrkja. Á öðru minna svæði eru ræktaðar sígrænar tegundir og annars staðar má finna ávaxtatrjálundi með hinum ýmsu tegundum. Þar eru meðal annars epli, perur og plómur af ýmsum yrkjum. Gaman verður að fylgjast með vexti þeirra og uppskeru.

Ég mæli eindregið með að gefa sér tíma til að rölta um svæðið sem er stærra en það lítur út við fyrstu sýn.

Svæðið undir sígræna gróðurinn er skemmtilega formað, öll svæðin eru einnig umvafin gróðri til skjóls.

Lyngrós er á meðal sígræna gróðursins. Flestar tegundir eru vel merktar.

 

 

 

 

 

 

Eplatrén eru mörg í ávaxtatrjálundinum og þar má sjá mismun yrkjanna.

Í einum ávaxtalundinum er hægt að tilla sér niður og borða nestið sitt.

Göngustígar úr trjákurli eru víða kringum svæðið sem gaman er að ganga um.

Malarstígar með vel grónum gróðri í kring er einnig að finna á svæðinu.

 

 

Heimild sótt á vef: http://yndisgrodur.lbhi.is/Pages/1338