Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki.

IMG_2154 IMG_2155 IMG_2147 IMG_2157 IMG_2180 IMG_2168

Ýviður og Marþöll eru einnig hluti af þeim tegundum sem teljast til hins hefðbundna vetrarfallega gróðurs með sitt fallega barr. Rétt er að benda á að það er margt fleira sem ber að skoða í formi plantna og gróðurs þegar huga á að vetrarfallegu útliti. Má þar til að mynda nefna mismunandi blaðgerðir en Lyngrósin er ein fárra blómstrandi plantna sem heldur sínum grænu blöðum og er líka falleg yfir vetrartímann. Þegar blöðin draga sig saman í frosti til að koma í veg fyrir vökvatap breytist ásýnd hennar en blöðin jafna sig svo aftur þegar hlýnar.

IMG_2166 IMG_2150

Einnig skipta fallegar greinar miklu máli á vetrum þegar blöðin eru fallin og getur oft verið mikil prýði að þeim einum og sér. Hér eru Sunnukvistur með sínar sveigðu greinar og þornuðu blómklasa og síðan Sveighyrnir sem er með alveg ótrúlega fallegar eldrauðar greinar.

IMG_2174 cornus_sericea

Grænar greinar Geislasópsins sóma sér vel allt árið um kring og Snjóber er skrautlegt með sín hvítu ber langt fram á vetur þó laufið sé löngu fallið.

IMG_2185 IMG_1845

Fallega formuð tré eru hvarvetna til prýði vetur, sumar, vor og haust.

IMG_1884 IMG_1860

IMG_1855