Umsögn um garð í Kópavogi

Þessi fjölskylda sem við hönnuðum garð fyrir fyrir nokkrum árum vildi halda í eins mikinn gróður og hægt var. Því var farin sú leið að sníða pall í kringum stóru lerkitrén og þannig má áfram njóta þeirra bæði innandyra og utan. Það var gaman að rekast óvænt á þessi ummæli og óskum við þeim til hamingju með fallega hús sitt og garð. Þau eins og fleiri viðskiptavinir okkar gera hlutina mikið sjálf og taka sér góðan tíma í það. Þá er einmitt gott að vera með skýra mynd af endanlegri útkomu garðsins með heildarteikningu sem unnin er í skrefum. „fátt betra en að setjast við arininn og horfa út um gluggann á gróðurinn.“ „Þessi náttúrutenging var mér mikilvæg út frá heilsusjónarmiðum og þegar kom að garðinum vildi ég ólm halda í þetta græna. Við fórum í gegnum nokkra arkítekta áður en við fundum hana Auði Svanhvíti Sigurðardóttur hjá Umhverfis.is sem hlustaði á allar þarfir okkar og vildi ekki bara rífa allt grænt út og steypa.“ Þessi grein er úr tímaritinu Hús og hýbýli 10. tbl 2024.