Framkvæmdastjóri og ráðgjafi:
Auður Svanhvít Sigurðardóttir er með BS’c gráðu í Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri. Hún vann til verðlauna fyrir framúrskarandi námsárangur. Auður hefur einnig lokið diplómanámi í Prisma frá Listaháskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
Auður er jafnframt lærður fatahönnuður og hefur starfað við fatahönnun og hattagerð, almenn skrif stofustörf og bókhald. Auður hefur starfað við endurnýjun húsa og garða bæði hérlendis og erlendis.
Umsagnir frá viðskiptavinum:
Ragnhildur Bjarkadóttir: „Þegar kom að garðinum vildi ég ólm halda í þetta græna. Við fórum í gegnum nokkra arkítekta áður en við fundum hana Auði Svanhvíti Sigurðardóttur hjá Umhverfis.is sem hlustaði á allar þarfir okkar og vildi ekki bara rífa allt grænt út og steypa.“ Tekið úr grein í tímariti Hús og hýbýli 10. tbl 2024.
Umhverfisskipulag og ráðgjöf er einnig á facebook.