Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.
Greinasafn fyrir merki: Viðhaldslítið
Garðurinn skipulagður
Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.
Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?
Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.
Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?
Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til? Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur? Viljum við heitan pott?
Viljum við hafa möguleika á heimaræktun? Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna. Í sér beðum, pottum eða kerjum.
Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.