Greinasafn fyrir merki: Verönd

Nýr garður í grónu hverfi

Í þessu verkefni var hús endurhannað og stækkað og garðurinn endurgerður að fullu. Við fengum að fylgja verkefninu allt til enda og var garðurinn fullbúinn í lok sumars 2024. Það verður gaman að sjá hvernig gróðurinn mun dafna og vaxa á næstu árum. Markmiðið var viðhaldslítill og stílhreinn garður í góðum tengslum við nútímalegt útlit hússins. Einnig að hindra ekki fallegt útsýnið til Esju og sjávar úr húsi sem og garði.

Nýtt húsið nýtur sín vel inn á milli upplýstra trjánna í vetrarmyrkri.

Hús og garður fyrir endurhönnun mars 2023 við upphaf verkefnis. Það er alltaf gaman að sjá breytingar á verkefnum með myndum fyrir og eftir. Tvö vegleg tré fengu að vera áfram en annars var plantað lágum viðhaldslitlum runnum í ný beðin.

Lágstemmd lýsing vísar leið að inngangi hússins með flottum ljóspollum frá S. Guðjónssyni.

Ljóspollarnir og lýsingin frá þeim koma vel út í vetrarmyrkrinu ásamt fallega hlyninum sem er upplýstur með ljóskastara.

Sláttuvélmenni mun sjá um að halda grasflöt framlóðar óaðfinnanlegri en baklóð er með villtara yfirbragði, lyngtorfi og holtagrjóti. Lóðin er afmörkuð með kantsteini frá Steypustöðinni allan hringinn.

Suðurverönd er lögð flísahellum frá Vídd sem koma sérlega vel út.

Hellulagður þrifkantur er meðfram grasflöt til að auðvelda grassláttinn og ramma fallega inn grasflötina.

Grasflötin er feykilega vel unnin og sléttuð hjá Gulla hjá Gullregn verktökum eins og öll önnur garðverkin á þessari lóð.

Lyngtorf og holtagrjót rammað inn með hellukanti og japansstiklur frá BM Vallá varða örugga leið að baklóð.

Esjan nýtur sín vel í útsýninu frá stofuglugga hússins.

Útsýnið úr heita pottinum er ekki amalegt frá norðurverönd hússins.

Verönd skýlir potti og er vel upplýst í myrkrinu ef óskað er eftir. Öll trévinna var unnin af Andrési hjá Byggingarfélaginu Sakka ehf, úrvals vinna.

Fallegur sólskálinn frá Lágafell verslun er til mikillar prýði lagður flísahellum innan sem utan. Lyngtorfið frá Torf kemur vel út. Timburpallurinn er svo klæddur úrvals bambus pallaefni frá Flexi.is sem tónar við viðarklæðningu hússins.

Fallegt útsýnið nær alla leið að Vatnsenda.

Innilega til hamingju með fallega hús ykkar og garð sem Umhverfisskipulag og ráðgjöf vonar að þið eigið eftir að njóta vel um ókomna tíð.

#Vídd #Steypustöðin #BMvallá #Torf #Lágafell #Gullregn #SGuðjónsson #ByggingarfélagiðSakki

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa