Greinasafn fyrir merki: Umhverfisskipulag

Hræðileg byggingarslys.

Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.

5r

Svartholsrennibraut?

Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum  en önnur  getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.

Í  Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum!   Halda áfram að lesa

Vinningstillagan Perlufesti í Öskjuhlíð.

Megum til með að hrósa og benda á tillöguna sem vann samkeppni Reykjavíkurborgar um útivistarsvæði Öskjuhlíðar, framtíðarsýn og -skipulag þess.

Vinningshafar eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi en þau unnu tillöguna.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Áhersla er lögð á að halda í svæðið eins og það er en tengja það betur innbyrðis sem og við nágrenni þess. 7 geislar eru myndaðir út frá Perlunni á toppnum með misbröttum stígum en á aðalstígnum Suðurás er minnsti brattinn þar sem sjónlína opnast niður að sjó sem endar í útsýnispalli út yfir sjávarkletta sem eru friðlýstar jarðfræðiminjar. Brattasti stígurinn er suðvesturásinn nefndur metorðastigi þar sem á leiðinni eru ýmsar áskoranir, líkamlegar og andlegar í gegnum skóginn þar sem hann er þéttastur og ævintýralegastur. Halda áfram að lesa

Ferðamannastaðir, hvað er til ráða?

Margt er verið að skoða í sambandi við ferðamannastaði, til að standa straum af kostnaði sem snýr að viðhaldi helstu náttúruperla okkar þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á síðustu misserum. Þessum aukna fjölda sem spáð er að muni vaxa áfram næstu ár, fylgir aukinn átroðningur og umferð um viðkvæma náttúru okkar. Þar eru ærin verkefni við skipulagningu og úrræði til að hægt verði að fara áfram um þessi svæði og að þau haldi áfram verðgildi og sérstöðu sinni.

Hér verða nefnd nokkur atriði sem okkur þóttu áhugaverð af fyrirlestrum og ráðstefnum sem við sóttum á síðustu mánuðum.  Halda áfram að lesa