Greinasafn fyrir merki: Umhverfisskipulag

Stólpa eða stauragirðing

Parque Tony Gallardo – inngangurinn í garðinn

Inngangurinn í garðinn

Á Kanarí er að finna girðingu umhverfis garðinn „Parque Tony Gallardo“ sem er áhugaverð því hún samanstendur af steyptum stólpum allan hringinn. Þeir eru með viðarmynstri. Stólparnir eða staurarnir eru eru breiðari á einni veginn og með því að snúa þeim mismunandi fæst skemmtileg hreyfing á röð þeirra. Þeir eru rúmlega tveir metrar á hæð.

Hér má sjá hvernig mynstur fæst á girðinguna með því að einfaldlega að snúa breidd staurunum mismunandi.

Hér sést vel viðarmynstrið á steypunni og einnig hvernig breiðar hluti stauranna vísar stundum út og stundum á hlið.

Á einum stað er glergluggi inn á milli í girðingunni og þar sést vel hve breiður breiðari hluti stauranna er en þar hefur einnig verið komið fyrir sæti til að tilla sér á.

Við ströndina á San Augustin er að finna þessa skemmtilegu girðingu úr stauratimbri. Þar er einnig sama aðferð notuð. Þannig er hver staur stakur steyptur niður og snúið mismunandi þar sem önnur hliðin er breiðari en hin.

Hér sést vel hversu skemmtileg hreyfing fæst á girðingu af þessu tagi.

Viðtal í garðablaði Morgunblaðsins

þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.

Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.

Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.

@jaxhandverk útihúsgögn

Listrænar trjáklippingar

Margar leiðir eru færar í trjáklippingum og hægt að móta runna og tré á ýmsa vegu. Jafnvel er hægt að mynda ólíka ásýnd og áferð með hugmyndaflugið að vopni.

Hekkgluggi

Gluggi formaður í þéttu hekki, í gegnum hann er eins og horft sé á málverk. Nauðsynlegt að huga að því hvað mun sjást í gegn svo vel takist til.

buxusTroppur

Skemmtilegar andstæður í þessum tröppum, snyrtilega formað buxus mýkir áhrif steypunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hekkVeggir3Kulur

Kúlulaga mótuð trén njóta sín vel umkringd snyrtilegu hekki með ferkantaða grasflötina í baksýn.

kulur

Litlir runnar mótaðir í kúlur í ýmsum grænum tónum gefa áhugaverða sýn á annars gráleita steypuna.

kulubreidur

Jafnvel stærð og lögun kúlunnar breytir miklu, hér loftar vel á milli runnanna svo hver kúla lág og breið nýtur sín til fulls.

topiaryTrees

Mismunandi grænir litir á mismunandi stórum kúlum og kúlurnar í mismunandi hæð gefa fletinum nýja vídd.

margskonarKulurofl

Fallega grænir runnar mótaðir í kúlur innan um annars konar vaxtarlag plantna, kúlu eða þúfulaga lággróðurinn myndar svo skemmtilegan grunn til móts við vatnsflötinn.

kuluklippingar

Þéttplantaðir runnar mótaðir í misstórar kúlur mynda áhugavert mótvægi við beinan kant tjarnarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir teknar af vef:  https://www.pinterest.com/pin/144467100525734233/  og https://www.pinterest.com/pin/144467100525736390/  og https://www.pinterest.com/pin/347410558724993765/ og https://www.pinterest.com/pin/413416440771897870/ og https://www.pinterest.com/pin/470626229783282770/ og https://www.pinterest.com/pin/34551122113379103/ og https://www.pinterest.com/pin/329044316494445159/ og https://www.pinterest.com/pin/356488126723573230/

 

 

 

Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa

Sveit í borg – grænu svæði borgarinnar

Göngustígur í miðju borgarlandi.

Göngustígur í miðju borgarlandi.

 

Plöntur eru vel merktar til fróðleiks.

Í Fossvogsdal eru nokkrir stígar sem liggja í gegnum þéttan gróður. Þegar gengið er um stígana gleymist jafnvel að þeir séu í miðri borginni. Það er sérlega ánægjulegt þegar ekki þarf að fara langt frá heimili sínu, þó inn í miðri borg sé, til að upplifa sig í guðs grænni náttúrunni.

Í kringum stígana er að finna fjölbreyttar tegundir og yrki, trjáa og runna. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim reiðir af ár frá ári eftir veðurfari og árstíðum. Merkingar hjálpa áhugafólki að læra og kynna sér tegundir.

 

 

 

Blóðheggur

Blóðheggur.

Halda áfram að lesa

Nýjasta nýtt frisbígolfvöllur í Fossvogi

Frisbígolfvöllur í Fossvogi

Glöggir vegfarendur í Fossvogsdal hafa líklega tekið eftir nýjum búnaði sem dúkkað hefur upp síðustu daga, en það er frisbígolfvöllur með 9 körfum. Hér er á ferðinni sívaxandi íþrótt þar sem haldnar eru keppnir nokkrum sinnum yfir árið. Í byrjun september verður svo haldið Íslandsmót. Frisbígolfsamband Íslands var stofnað árið 2005 en sumarið 2000 var settur upp fyrsti 9 holu völlurinn á Úlfljótsvatni með heimasmíðuðum plasttunnum. Þeim var síðan skipt út fyrir alvöru körfur sem eru þar í dag. Í júlí 2003 var settur upp 9 holu völlur í Grafarvogi með alvöru körfum. Hann var síðar stækkaður í 18 holur. Þar er nú stærsti völlur landsins með mjög fjölbreyttum brautum.  Halda áfram að lesa

Hlýir straumar náttúru og mannlífs á Geysissvæðinu.

Geysisteikning

Glæsileg tillaga Landmótunar  Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Alls bárust 14 tillögur og var mikill einhugur hjá dómnefndinni um vinningstillöguna. Halda áfram að lesa

Hönnun og skipulag bílastæða hefur áhrif á hegðun fólks.

bad-parking

Myndin er ekki fengin úr rannsókninni og tengist henni ekki 😉

Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa

Nýsköpunarverðlaun námsmanna

hjolaleidir_a_islandi_eva_dis_og_gisli_rafn1Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag  🙂  Virkilega flott verkefni!

Í síðustu grein okkar  „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku.  Halda áfram að lesa