Greinasafn fyrir merki: Trjáklipping

Listrænar trjáklippingar

Margar leiðir eru færar í trjáklippingum og hægt að móta runna og tré á ýmsa vegu. Jafnvel er hægt að mynda ólíka ásýnd og áferð með hugmyndaflugið að vopni.

Hekkgluggi

Gluggi formaður í þéttu hekki, í gegnum hann er eins og horft sé á málverk. Nauðsynlegt að huga að því hvað mun sjást í gegn svo vel takist til.

buxusTroppur

Skemmtilegar andstæður í þessum tröppum, snyrtilega formað buxus mýkir áhrif steypunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hekkVeggir3Kulur

Kúlulaga mótuð trén njóta sín vel umkringd snyrtilegu hekki með ferkantaða grasflötina í baksýn.

kulur

Litlir runnar mótaðir í kúlur í ýmsum grænum tónum gefa áhugaverða sýn á annars gráleita steypuna.

kulubreidur

Jafnvel stærð og lögun kúlunnar breytir miklu, hér loftar vel á milli runnanna svo hver kúla lág og breið nýtur sín til fulls.

topiaryTrees

Mismunandi grænir litir á mismunandi stórum kúlum og kúlurnar í mismunandi hæð gefa fletinum nýja vídd.

margskonarKulurofl

Fallega grænir runnar mótaðir í kúlur innan um annars konar vaxtarlag plantna, kúlu eða þúfulaga lággróðurinn myndar svo skemmtilegan grunn til móts við vatnsflötinn.

kuluklippingar

Þéttplantaðir runnar mótaðir í misstórar kúlur mynda áhugavert mótvægi við beinan kant tjarnarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir teknar af vef:  https://www.pinterest.com/pin/144467100525734233/  og https://www.pinterest.com/pin/144467100525736390/  og https://www.pinterest.com/pin/347410558724993765/ og https://www.pinterest.com/pin/413416440771897870/ og https://www.pinterest.com/pin/470626229783282770/ og https://www.pinterest.com/pin/34551122113379103/ og https://www.pinterest.com/pin/329044316494445159/ og https://www.pinterest.com/pin/356488126723573230/

 

 

 

Vel heppnuð Asparklipping.

Hér hefur tekist vel til við minnkun og klippingu aspa.

Á einni göngu minni um borgina nánar tiltekið í Stekkjarhverfi í Breiðholti rakst ég á þessar fallegu aspir. Margir stríða við ofvöxt aspa og hér er gott dæmi þar sem vel hefur tekist að minnka þær. Nú mynda þær fallega mótaðar kúlur um tveimur árum eftir klippingu. Vopnið er áræðni, þor og þolinmæði 🙂  svo er bara að halda þeim í horfinu.  Þetta er ein hugmynd um hvað hægt er að gera þegar aspir hafa tekið yfir garðinn og eru orðnar miklu stærri en til stóð. Halda áfram að lesa