Greinasafn fyrir merki: Tré

Síðastir með haustliti

Við skipulag á plöntum er oft reynt að ná góðri breidd í fjölbreytileika og hafa „eitthvað í gangi“ á öllum tímum sumars og jafnvel árs. Algengt er að blanda saman blómstrandi runnum og plöntum eftir blómgunartíma og litum þannig að eitt taki við af öðru. Það mætti kannski líka hugsa það sama út frá haustlitum plantna, hvenær þær byrja og enda haustliti sína. Það er nefnilega sérlega fallegt að sjá tré og runna sem enn standa eftir með lauf sín í áberandi haustlit þegar flest hafa misst laufin. Eins og þessi fallegi reynir sem skartaði sínu fegursta í nóvember löngu eftir að fyrsta haustlægðin gekk yfir.

Fjallareynir ´belmonte stendur lengst með haustliti sína.

Drekabroddur, Berberis amurensis var áberandi innan um vetrarbúning umhverfisins.

Drekabroddar voru áberandi í nóvember byrjun þegar aðrar tegundir voru búnar að fella laufin en þeir voru enn í sínum fegurstu haustlitum.

 

 

Mest áberandi tré haustsins

Reynir ´Dodong fær afar áberandi appelsínugula haustliti.

Í október skáru þessi tré sig mest úr í sínu umhverfi. Mjög falleg tré sem nutu sín til fulls. Þessar myndir voru teknar áður en fyrsta haustlægðin skók þau til.

Skinreynir, Sorbus ´Rehderiana fær afar áberandi fallega hárauðan haustlit.

Broddhlynur fær sérlega áberandi gula og appelsínugula haustliti.

Virginíuheggur ´Lúsifer fær mjög fallegan djúprauðan haustlit.

Kínareynir ´Sólon skartar þessum fallegu haustlitum jafnvel eftir fyrstu haustlægðina.

Þessi tré lífga upp á haustið.

Haustdýrð

Þegar fyrsta hressilega haustlægðin hefur síðan vaðið yfir landið fjúka flest haustlaufin af en þá stendur Sumareikin áberandi út úr vegna þess hve fallega græn laufin eru enn. Hún stendur laufguð mun lengur en flest lauffellandi tré.

Sumareikin heldur dökkgrænum og sterklegum laufum sínum langt fram á haustið.

 

Langfyrstur með haustliti

Fjallareynir kemur langfyrstur með haustliti sína og sker sig úr í grænu umhverfinu.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar mátti sjá þennan ótrúlega fallega Fjallareynir í dag.  Hann sker sig vissulega vel úr nærliggjandi gróðri, þar sem hann er langfyrstur til að koma með svona gríðarlega áberandi haustlit.  Þessi tegund er með þeim fyrstu af Reynifjölskyldunni að fá haustliti, nafnið er Fjallareynir og á latínu Sorbus commixta.  Verið er að rækta þessa tegund og verður hún því áberandi í borginni á komandi árum. Halda áfram að lesa

Lýsing í garðinn

Vel heppnuð lýsing í garðinum skapar notalega stemningu.

Nú er mesta skammdegi ársins og þá er lýsing okkur afar hugleikin, jafnt innandyra sem utan.

Í fallegum garði má skapa nýjar víddir og áhrif utandyra með fallegri lýsingu. Njóta má garðsins jafnt innan úr húsi sem og auka ánægju vegfarandans á ferð sinni um hverfið á dimmum árstíma eða að kvöldi til.

Gott er að spyrja sig hvar viðbótarlýsing getur verið gagnleg í myrkri.  Þá er hægt að íhuga hvernig má lýsa upp þau svæði ásamt því að draga athyglina að uppáhalds svæðum garðsins eða uppáhalds plöntum eða trjám. Halda áfram að lesa