Greinasafn fyrir merki: Skjólveggur

Garðurinn skipulagður

Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna, grasflötin góða.

Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram í garðræktun.

Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?

Stór pallur til að taka á móti stórfjölskyldunni í garðveislu og pottapartý.

Stóran pall fyrir stór matarboð í garðveislu og pottapartý, eða viljum við hafa rýmin minni?

Hér er ró og næði og gott skjól.

Hér er ró og næði og gott skjól.

 

 

 

Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til?  Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur?  Viljum við heitan pott?

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

 

 

 

 

 

 

 

Viljum við hafa möguleika á heimaræktun?  Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna.  Í sér beðum, pottum eða kerjum.

Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.