Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag 🙂 Virkilega flott verkefni!
Í síðustu grein okkar „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku. Halda áfram að lesa