Við skipulag á plöntum er oft reynt að ná góðri breidd í fjölbreytileika og hafa „eitthvað í gangi“ á öllum tímum sumars og jafnvel árs. Algengt er að blanda saman blómstrandi runnum og plöntum eftir blómgunartíma og litum þannig að eitt taki við af öðru. Það mætti kannski líka hugsa það sama út frá haustlitum plantna, hvenær þær byrja og enda haustliti sína. Það er nefnilega sérlega fallegt að sjá tré og runna sem enn standa eftir með lauf sín í áberandi haustlit þegar flest hafa misst laufin. Eins og þessi fallegi reynir sem skartaði sínu fegursta í nóvember löngu eftir að fyrsta haustlægðin gekk yfir.
Drekabroddar voru áberandi í nóvember byrjun þegar aðrar tegundir voru búnar að fella laufin en þeir voru enn í sínum fegurstu haustlitum.