Greinasafn fyrir merki: Lýsing

Nýr garður í grónu hverfi

Í þessu verkefni var hús endurhannað og stækkað og garðurinn endurgerður að fullu. Við fengum að fylgja verkefninu allt til enda og var garðurinn fullbúinn í lok sumars 2024. Það verður gaman að sjá hvernig gróðurinn mun dafna og vaxa á næstu árum. Markmiðið var viðhaldslítill og stílhreinn garður í góðum tengslum við nútímalegt útlit hússins. Einnig að hindra ekki fallegt útsýnið til Esju og sjávar úr húsi sem og garði.

Nýtt húsið nýtur sín vel inn á milli upplýstra trjánna í vetrarmyrkri.

Hús og garður fyrir endurhönnun mars 2023 við upphaf verkefnis. Það er alltaf gaman að sjá breytingar á verkefnum með myndum fyrir og eftir. Tvö vegleg tré fengu að vera áfram en annars var plantað lágum viðhaldslitlum runnum í ný beðin.

Lágstemmd lýsing vísar leið að inngangi hússins með flottum ljóspollum frá S. Guðjónssyni.

Ljóspollarnir og lýsingin frá þeim koma vel út í vetrarmyrkrinu ásamt fallega hlyninum sem er upplýstur með ljóskastara.

Sláttuvélmenni mun sjá um að halda grasflöt framlóðar óaðfinnanlegri en baklóð er með villtara yfirbragði, lyngtorfi og holtagrjóti. Lóðin er afmörkuð með kantsteini frá Steypustöðinni allan hringinn.

Suðurverönd er lögð flísahellum frá Vídd sem koma sérlega vel út.

Hellulagður þrifkantur er meðfram grasflöt til að auðvelda grassláttinn og ramma fallega inn grasflötina.

Grasflötin er feykilega vel unnin og sléttuð hjá Gulla hjá Gullregn verktökum eins og öll önnur garðverkin á þessari lóð.

Lyngtorf og holtagrjót rammað inn með hellukanti og japansstiklur frá BM Vallá varða örugga leið að baklóð.

Esjan nýtur sín vel í útsýninu frá stofuglugga hússins.

Útsýnið úr heita pottinum er ekki amalegt frá norðurverönd hússins.

Verönd skýlir potti og er vel upplýst í myrkrinu ef óskað er eftir. Öll trévinna var unnin af Andrési hjá Byggingarfélaginu Sakka ehf, úrvals vinna.

Fallegur sólskálinn frá Lágafell verslun er til mikillar prýði lagður flísahellum innan sem utan. Lyngtorfið frá Torf kemur vel út. Timburpallurinn er svo klæddur úrvals bambus pallaefni frá Flexi.is sem tónar við viðarklæðningu hússins.

Fallegt útsýnið nær alla leið að Vatnsenda.

Innilega til hamingju með fallega hús ykkar og garð sem Umhverfisskipulag og ráðgjöf vonar að þið eigið eftir að njóta vel um ókomna tíð.

#Vídd #Steypustöðin #BMvallá #Torf #Lágafell #Gullregn #SGuðjónsson #ByggingarfélagiðSakki

Lýsing við aðkomu húsa

Lýsing framan á tröppum vísar vel leiðina að aðalinngangi hússins.

Lýsing aðkomu gerir mikið fyrir húsið og garð þess þegar rökkva tekur og á Íslandi er hún nauðsynleg meiri part ársins. Með lýsingu er hægt að sýna augljóslega hvar aðalinngangurinn í húsið er.

Vel upplýst aðkoma býður gesti velkomna um leið og hún er nauðsynleg póstburðarfólkinu.

Falleg og stílhrein aðkoma undir japönskum áhrifum með einföldu gróðurvali, skýr skil á milli efna og lita.

 

 

 

 

 

 

Hér er lýsingu beint upp vegg sem varðar leiðina að aðalinngangi hússins sem passar vel við stórbrotinn stíl hússins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsingu er varpað eftir gangstígnum, stórar stiklurnar koma vel út  með lágum uppreistum kösturunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er notast við lýsingu sem gengur fyrir sólarljósi, það getur komið sér vel þar sem erfitt er að leggja rafmagn.

Fallegar gamaldags luktir passa vel við gamaldags stíl gangstéttar og húss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/

 

Jólaljósin í garðinum

Falleg jólalýsing í skammdeginu gefur garðinum nýtt útlit

Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga. Halda áfram að lesa

Lýsing í garðinn

Vel heppnuð lýsing í garðinum skapar notalega stemningu.

Nú er mesta skammdegi ársins og þá er lýsing okkur afar hugleikin, jafnt innandyra sem utan.

Í fallegum garði má skapa nýjar víddir og áhrif utandyra með fallegri lýsingu. Njóta má garðsins jafnt innan úr húsi sem og auka ánægju vegfarandans á ferð sinni um hverfið á dimmum árstíma eða að kvöldi til.

Gott er að spyrja sig hvar viðbótarlýsing getur verið gagnleg í myrkri.  Þá er hægt að íhuga hvernig má lýsa upp þau svæði ásamt því að draga athyglina að uppáhalds svæðum garðsins eða uppáhalds plöntum eða trjám. Halda áfram að lesa