Í Osaka í Japan er lífræn bygging hönnuð af ítalanum Gaetano Pesce. Útveggir byggingarinnar eru með útstandandi „vösum“ þar sem komið er fyrir gróðri og því myndast nokkurs konar lóðréttur garður þar sem pláss fyrir gróður er takmarkaður í borginni. Fyrir hönnuðinum vakti að gera bygginguna að áberandi kennileiti í borginni og það tókst. Halda áfram að lesa