Frá örófi alda hafa Vietnamar ræktað landið sitt og snemma hafa þeir farið að byggja upp og hlaða veggi til að mynda flatlendi fyrir hrísgrjónaræktina einnig í fjallahluta landsins. Þar sem landið er að miklum hluta fjöll og minni hluta flatlendi hafa þeir neyðst til að búa til meira ræktunarland með þessum hætti. Ótrúlegt er að hugsa til þess hve mikil vinna hefur farið í gerð þessa ræktunarlands því varla hefur verið að hægt að koma við vélum þó þær hefðu verið til á þeim tíma. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Landslag
Glænýr hjólastígur frá Mosfellsbæ niður í Grafarvog
Um er að ræða malbikaðan og upplýstan hjólastíg, þar sem vel hefur tekist til í samstarfi tveggja sveitarfélaga. Þetta er samgöngustígur sem tengir núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við stígakerfi í Reykjavík. Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna batna til muna og leiðin milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar styttist töluvert. Nýi hjóla- og göngustígurinn liggur sunnan og austan Vesturlandsvegar frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ, gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga við Hamrahlíð, og tengist nýju stígakerfi Reykjavíkur við Bauhaus. Halda áfram að lesa