Greinasafn fyrir merki: Landmótun

Landmótun í einkagörðum

Áhugavert er að sjá hvað hægt er að forma land sitt á mismunandi vegu og með mismunandi aðferðum, hér er stiklað á nokkrum þeirra. Hugmyndaflug er allt sem þarf.

Grashólar bjóða upp á notalega litla lundi betur en slétt grasflöt og eru áhugaverðir á að líta.
Hér er mynduð upphækkuð grasflöt með járnkanti, stílhreint og flott.
Garður mótaður í lífræn form í þrívídd.
Landmótun með stórum viðardrumbum falla vel að grasbrekkunni.
Hér er mynduð slétt flöt með bekkjum en hlaðinn veggurinn getur einnig myndað skjól, þetta má útfæra víða.
Svipuð hugmynd útfærð á sléttri flöt þar sem grasflái er formaður í kringum setskjólsvæðið sem er afmarkað með trjádrumbum. Þessa hugmynd má útfæra á marga vegu með einfaldari hætti.
Einnig má nýta svona grasfláa víða í görðum til að afmarka svæði og veita skjól.

Heimildir: Myndir sóttar á https://www.pinterest.com/pin