Í New York hefur verið búinn til almenningsgarður á gömlum upphækkuðum flutningar-lestarteinum sem liggja eftir endilöngum vesturhluta Manhattan en þeir eru frá árinu 1934.
1960 eyðilagðist suðurhluti brautanna eins og sést á efstu myndinni og 1980 var farin síðasta flutningaferðin með frosna kalkúna.
Peter Obletz kom í veg fyrir að restin af teinunum yrði rifin og eftir enn frekari niðurníðslu brautarteinanna stofnuðu Joshua David og Robert Hammond íbúar samtök árið 1999 um varðveislu þeirra og lögðu til endurnýtingu á þeim sem opnum almenningsgarði. Halda áfram að lesa