Greinasafn fyrir merki: Heitur pottur

Nýr garður í grónu hverfi

Í þessu verkefni var hús endurhannað og stækkað og garðurinn endurgerður að fullu. Við fengum að fylgja verkefninu allt til enda og var garðurinn fullbúinn í lok sumars 2024. Það verður gaman að sjá hvernig gróðurinn mun dafna og vaxa á næstu árum. Markmiðið var viðhaldslítill og stílhreinn garður í góðum tengslum við nútímalegt útlit hússins. Einnig að hindra ekki fallegt útsýnið til Esju og sjávar úr húsi sem og garði.

Nýtt húsið nýtur sín vel inn á milli upplýstra trjánna í vetrarmyrkri.

Hús og garður fyrir endurhönnun mars 2023 við upphaf verkefnis. Það er alltaf gaman að sjá breytingar á verkefnum með myndum fyrir og eftir. Tvö vegleg tré fengu að vera áfram en annars var plantað lágum viðhaldslitlum runnum í ný beðin.

Lágstemmd lýsing vísar leið að inngangi hússins með flottum ljóspollum frá S. Guðjónssyni.

Ljóspollarnir og lýsingin frá þeim koma vel út í vetrarmyrkrinu ásamt fallega hlyninum sem er upplýstur með ljóskastara.

Sláttuvélmenni mun sjá um að halda grasflöt framlóðar óaðfinnanlegri en baklóð er með villtara yfirbragði, lyngtorfi og holtagrjóti. Lóðin er afmörkuð með kantsteini frá Steypustöðinni allan hringinn.

Suðurverönd er lögð flísahellum frá Vídd sem koma sérlega vel út.

Hellulagður þrifkantur er meðfram grasflöt til að auðvelda grassláttinn og ramma fallega inn grasflötina.

Grasflötin er feykilega vel unnin og sléttuð hjá Gulla hjá Gullregn verktökum eins og öll önnur garðverkin á þessari lóð.

Lyngtorf og holtagrjót rammað inn með hellukanti og japansstiklur frá BM Vallá varða örugga leið að baklóð.

Esjan nýtur sín vel í útsýninu frá stofuglugga hússins.

Útsýnið úr heita pottinum er ekki amalegt frá norðurverönd hússins.

Verönd skýlir potti og er vel upplýst í myrkrinu ef óskað er eftir. Öll trévinna var unnin af Andrési hjá Byggingarfélaginu Sakka ehf, úrvals vinna.

Fallegur sólskálinn frá Lágafell verslun er til mikillar prýði lagður flísahellum innan sem utan. Lyngtorfið frá Torf kemur vel út. Timburpallurinn er svo klæddur úrvals bambus pallaefni frá Flexi.is sem tónar við viðarklæðningu hússins.

Fallegt útsýnið nær alla leið að Vatnsenda.

Innilega til hamingju með fallega hús ykkar og garð sem Umhverfisskipulag og ráðgjöf vonar að þið eigið eftir að njóta vel um ókomna tíð.

#Vídd #Steypustöðin #BMvallá #Torf #Lágafell #Gullregn #SGuðjónsson #ByggingarfélagiðSakki

Heimsókn í nýlega endurhannaðan garð

Smellið á myndina til að sjá myndbandið.

Viðskiptavinur okkar sendi okkur þetta skemmtilega myndband af garðinum eftir framkvæmdirnar og þökkum við kærlega fyrir það, virkilega gaman að sjá afraksturinn og óskum honum og fjölskyldunni til hamingju með flottan garð og vel unnið verk.

Fjölskyldan vildi gjarnan fá betri nýtingu út úr garðinum og ákveðið var að setja skjólvegg allan hringinn til að fá meira næði og einnig svo fótboltaleikir barnanna haldist innan lóðar. Skyggni milli veggja í skoti nýtist svo betur sem dvalarsvæði en þar mun einnig verða útgengt í garðinn úr baðherbergi svo ákveðið var að sleppa útisturtunni.

Garðurinn fyrir breytingar, nú er kominn einn heldarsvipur á skjólveggi garðsins og mismunandi veggir nágranna ekki lengur sýnilegir
Sameiginlegar tröppur með nágrannalóð hefur nú verið lokað af með hliði og þar sem markið er nú er kominn heitur pottur. Með þessum breytingum fæst meira næði og betri dvalarsvæði í garðinum.
Hér má sjá tvær af þeim þrívíddarteikningum sem gerðar voru við hönnun garðsins.

Einkagarður endurskipulagður

IMG_2138 Hér er fjallað um breytingar á garði sem var endurhannaður með það í huga að mynda betri dvalarsvæði og meira næði. Efst sést aðkoma að húsinu þar sem aðalinngangur snéri í suður og lóðin var opin og lítið um næði. Aðalinngangurinn í húsið truflaði þannig talsvert aðal dvalarsvæði garðsins. Á miðri grasflöt voru stór tré og falleg fuglaböð úr stuðlabergi. Eftir breytingu voru bílastæði lokuð af frá garði og komið fyrir sorpgeymslu í skjólveggjum. Nú er gengið úr húsi beint út á suðurpall og þaðan út á stóra grasflöt sem nýtist vel til leikja. Komið var fyrir heitum potti með skjólveggjum fyrir aðalvindáttum sem stuðla einnig að betra næði.

hadal 0028

Áður voru á miðri grasflöt fuglaböð og stór tré.

Eftir breytingu var komið fyrir suðurpalli upp við hús og heitum potti.

 

 

 

 

 

 

DSC02761

Aðkoma og bílastæði en sorpgeymsla er felld inn í skjólvegg.

Dvalarsvæði, suðurpallur og heitur pottur.

 

 

 

 

 

 

 

Stór og góður viðarpallur nýtist vel fyrir garðveislur í góðum veðrum sem og til sólbaða og viðveru.

heitur potturHeitur pottur er afmarkaður með skjólveggjum til norðurs og austurs, sem skyggja þá ekki á sól en skýla fyrir helstu góðveðurs vindáttum. Efri brún pottsins nemur við efri brún viðarpallsins kringum hann. Þannig er þægilegt að sitja umhverfis pottinn ef maður vill kæla sig niður og sóla sig.   Áður en hafist er handa við endurskipulagningu er gott að geta séð fyrir sér útkomuna með því að skoða þrívíddarteikningar af fyrirhuguðum breytingum. Þannig verða yfirvofandi breytingar raunverulegri og auðveldar það oft eigendum að sjá endanlega útkomu þeirra.

Vestur útlit aðkoma

Útlit vestur.

Gardur_Heiturpottur

Heitur pottur með skjólveggjum.

Austurgarður horft úr suðri.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

 

Gardur Fuglabad

Gróður og fuglabað eru færð út við lóðarmörk til þess að lóðin nýtist betur.

e209828_3A

Fuglabað og grenitré voru fyrir miðri lóð þar sem nú er heitur pottur og suðurpallur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig var skoðað hvað gaman væri að nýta áfram, eins og náttúruhellur, fuglaböð og gróður. Ákveðið var að færa reynitré og fuglaböð úr stuðlabergi sem áður voru á miðri grasflöt út að jaðar lóðar, til að fá stærri grasflöt til leikja og til að koma í veg fyrir skuggamyndun en þannig nýtist garðurinn betur. Haldið var í þann gróður sem var í góðu ástandi og fallegar náttúrulegar steinhellur sem fyrir voru í garðinum en þær fluttar og gefið nýtt hlutverk. Steinhellurnar sem voru áður í aðkomustétt afmarka nú grasflöt frá blómabeði sem auðveldar grasslátt og gefur skemmtilegan svip. Einföld form eru á pöllum og hellulögn upp við hús, nútímalegt og stílhreint eins og húsið en í kringum grasflöt eru mýkri og frjálslegri form sem umvefja garðinn og skapa skemmtilegt mótvægi og hlýleika.

Náttúrulegar steinhellur

Hér fá steinhellurnar nýtt hlutverk. Auðvelda grasslátt og gefa skemmtilegan svip í beðið.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi, séð úr lofti.

Stórar aspir sem áður skýldu fyrir austan átt voru fjarlægðar þar sem þær voru orðnar allt of háar, en reynt hafði verið að lækka þær um helming til þess að halda þeim og minnka skuggamyndun en það kom ekki vel út og þoldu þær það illa. Í staðinn var settur skjólveggur í þremur flekum og gróður sitt hvoru megin. Utan við vegginn eru rifsber, sólber og mismunandi tegundir af Reynitrjám. Með tíð og tíma munu trén ná að veita meira skjól fyrir ríkjandi austanáttinni líkt og aspirnar gerðu áður en munu síður verða of há.

Aspirnar sem ákveðið var að fjarlægja þar sem þær voru svo háar og mikil skuggamyndun af þeim.

Rifsber og reynitré af ýmsum tegundum mynda fallega breiðu utan við skjólveggi.

Eigendur hafa einnig gaman af nytjaræktun og skipulagið tekur mið af því, þannig er kryddjurtabeð nærri eldhúsinu en aðalgrænmetisræktunin fer fram í austurgarði þar sem eru gróðurhús og grænmetisreitir ásamt ávaxtatrjám.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja í matargerðina.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja það í matargerðina.

Grænmetisræktun í reitum og ávaxtatré.

Grænmetisræktun í gróðurkössum og ávaxtatré.

 

 

 

 

 

 

 

 

Geymslukofi, gróðurhús og ræktunarkassar er staðsett í austurgarði.

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa