Greinasafn fyrir merki: Gróðurval

Fjölbreytileiki fjölæringa

Grundagerðisgarður í Reykjavík – fjölskrúðugt blómahaf

Fjölæringar eru nær óteljandi og er gríðarlegur fjölbreytileiki í formi þeirra, stærð og lögun. Þeir geta verið allt frá jarðlægum upp í allt að tveir metrar að hæð. Lögun þeirra er sömuleiðis mjög mismunandi allt frá því að taka mjög lítið pláss upp í að breiða verulega vel úr sér geta jafnvel fyllt heilu fermetrana með tímanum, hvort sem er hátt eða lágt.

Hraunbúi, jarðlægur fjölæringur sem myndar breiður og því góð þekjuplanta
Kastaníulauf, einn af hæstu fjölæringunum. Allt að tveir metrar á hæð.

Oftast er spáð í blómsturtíma og blómsturlit plantnanna en það getur líka verið gaman að spá í lit og lögun laufblaða þeirra sem eru margskonar því oft er blómgunartími fjölæringa aðeins tvær til fjórar vikur. Þeim má þá raða upp þannig að úr verði talsvert líf og hreyfing í beðum þó blómin vanti. Það getur til dæmis verið mjög gagnlegt ef um skuggabeð er að ræða því engar plöntur blómstra án sólar. Dæmi um fjölæringa sem notaðir eru vegna blaðfegurðar eru ýmsar Brúskur, Bjarnarrót, Blágresi, Bronslauf, Dvergavör, Musterisblóm, Postulínsblóm, Stilklauf og Vínlandsroði

Dvergavör, skrautleg þekjuplanta vegna marglitra laufblaða
Fjölbreytilegt fjölæringabeð í Yndisgarðinum í Fossvogi

Best er að velja lágvaxnari tegundir ef svæðið er vindasamt en einnig geta lágvaxnari plöntur hjálpað til við að beina vindi frá þeim hávöxnu sé þeim plantað saman, hærri aftan til eða í miðju beði og þeim lægri í kring. Einnig er um að gera að nota fjölæringa sem undirgróður í runna og trjábeðum. Hér er dæmi um velheppnað beð þar sem fjölæringurinn lífgar upp á limgerði og fyllir upp í þar sem runninn hefur gisnað með árunum.

Fjölæringur fyrir framan limgerði og trjágróður

Það er um að gera að prófa sig áfram og hafa mottóið „ef planta deyr er það leiðinlegt en skapar líka ákveðið tækifæri fyrir nýja plöntu“ að leiðarljósi en þetta og margt fleira gagnlegt kom fram á afar áhugaverðu fjölæringa námskeiði hjá Gurrý í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskólans sem sótt var í vor. Kosturinn við fjölæringa fram yfir runna er að þá er auðvelt að flytja og færa til ef þeim líður ekki nógu vel þar sem þeim var plantað eða passa þar ekki lengur, nema Bóndarósir og Brúskur vilja ekki láta flytja sig. Einnig er hægt að velja „viðhaldslitlar“ tegundir ef markmiðið er lítið viðhald en blómsæll garður, það eru þá tegundir sem eru ekki skriðular eða taka smá tíma í að koma sér fyrir. Það eru til dæmis Burknar og skrautgrös eins og Bjarnarvingull og Blávingull einnig plöntur með kröftugan vöxt eins og Hjartasteinbrjótur og Austurlandalilja sem og laukplöntur eins og Stjörnulilja og Perlulilja.

Stóriburkni er viðhaldslítill ef hann fær frið til að koma sér fyrir í góðu skjóli

Til að hindra vöxt illgresis er mikilvægt að ná góðri botnþekju með gróðurvalinu því þá nær einæra illgresisfræið ekki að spíra. Óhjákvæmilegt viðhald felst þó m.a. í vorhreinsun (visið lauf og stönglar fjarlægt), vökvun, hreinsun illgresis, uppbindingar (eftir þörfum), áburðargjöf og að skipta plöntum þegar þær fara að deyja í miðju eða þegar blómgun minnkar. Plönturnar geta einnig orðið of miklar um sig og er þá þörf á að minnka þær með því að stinga utan af þeim. Best er að velja plöntur eftir jarðvegsgerð og ræktunarskilyrðum til að halda viðhaldi í lágmarki.

Dæmi um snemmblómstrandi tegundir í apríl til maí eru Balkansnotra, Demantslilja, Fjallakögurklukka, Geitabjalla, Huldulykill og fleiri primulur, Nýrnajurt, Perlusjóður, Skógarblámi, Snæstjörnur, Tyrkjaíris, Vetrarblóm og Vorgoði

Fjallakögurklukka er snemmblómstrandi fjölæringur í apríl til maí, lágvaxinn með sígrænt lauf

Dæmi um miðsumars blómstrandi tegundir í júní til júlí eru Alpabjalla, Bjarnarrót, Dvergblálilja, Engjablaðka, Fagurblágresi, Fjallasveipur, Geitaskegg, Hjartarfífill, Ígulstrokkur, Japansmura, Kastaníulauf, Kínahnappur, Logahetta, Mjallarsmæra, Munkahetta, Nunnuþrúgur, Postulínsblóm, Riddaraspori, Snægoðalykill, Venusvagn og Þórsmerkursteinbrjótur.

Geitaskegg blómstrar um miðsumar í júlí og þolir illa flutning

Dæmi um síðsumars blómstrandi tegundir eru Alpaþyrnir, Berghnoðri, Dvergadrottning, Engjakollur, Fagurhjálmur, Fjallastjarna, Garðabrúða, Garðakobbi, Hraundepla, Hærusunna, Indíánakrans, Japanshnoðri, Kasmírsalvía, Kvöldstjarna, Ljósahnoðri, Mararljós, Musterisblóm, Nálapúði, Nettluklukka, Randagras, Rósatrúður, Silkibygg, Sveipstjarna, Tígurblóm, Urðarhnoðri, Venusvagn og Þyrnihnetulauf.

Rósatrúður um 30-50 cm á hæð og myndar þéttar breiður

Dæmi um fjölæringa sem standa lengi í blóma eru Alpadrottning, Dverghjarta, Hjartarblóm og Stjörnublaðka.

Hjartarblóm er eðalplanta, blómviljug og fagur. Þrífst vel í góðu skjóli og nokkuð skuggþolin

Nokkrar góðar leitarvélar og upplýsingavefsvæði má finna á vefnum eins og Félag garðplöntuframleiðenda, Listigarðurinn Akureyri, sem og á nokkrum vefsíðum gróðrastöðva eins og Gróðrastöðin Þöll, Gróðrastöðin Mörk, ágætislisti en án mynda er á Gróðrastöðinni Storð.

Heimildir:

http://www.lystigardur.akureyri.is/uploads/PERENNI.pdf

https://www.gardheimar.is/is/moya/extras/frodleikur/litrikir-fjolaeringar

https://skemman.is/bitstream/1946/25089/1/BS.%20ritger%C3%B0.%20SEH.pdf

Val gróðurs í ýmis hlutverk

Torg með einföldum formum þar sem samspil lita fær að njóta sín.

Gróðri er plantað til að sinna ýmsum hlutverkum eins og veita skjól, loka einhverju af (bílaplani, inngangi, einkagarði ofl.), limgerði í stað skjólveggs, til prýði, samspil lita og margt fleira. Til þess að vel takist til er mikilvægt að velja réttar tegundir eftir því hlutverki sem þær eiga að gegna, varðandi vaxtarlag og -hraða, stærð og umfang.

Passa verður að velja ekki of hávaxinn gróður þar sem hann má ekki verða of stór, hraður vöxtur eykur þörf á miklum klippingum til að hemja vöxt. Betra er að velja tegundir sem henta í þá hæð sem maður vill ná.

Gróðurinn hefur líklega ekki átt að loka fyrir útsýni úr glugganum.

Ef gróðurbeð er t.d. 1 m á breidd við gangstétt eða göngustíg verður að passa að umfang tegunda verði ekki mikið meira en það, því annars kallar það á margar klippingar til að halda gróðrinum í skefjun og hann loki ekki gönguleiðum. Umfangsmiklar tegundir kalla á mikið og gott pláss til að fá notið sín til fulls.

Gönguleiðir lokast með tímanum ef tegundir eru of umfangsmiklar.
Hér hefur Alaskaylli verið plantað of nærri gönguleið en hann þarf mikið pláss og vex hratt.

Tegundir sem nota á í limgerði eru valdar út frá því sem á að ná fram t.d. þétt, hægvaxið en sígrænt Sitkagreni.

Sitkagreni er sígrænt, hægvaxið og lokar fullkomlega allt árið.

Eða hraðvaxnar tegundir sem þarfnast klippinga 1-2 var á sumri eins og Víðtegundir.

Víðitegundir vaxa skjótt.

Ef gróðurinn er til þess fallinn að loka fyrir umferð óviðkomandi gæti t.d. Sunnubroddur átt vel við til að gegna því hlutverki.

Sunnubroddur lokar fyrir óviðkomandi umferð með stórum broddum sínum.

Hægt er að nota gróðurinn til að ná fram ákveðnum formum og mismunandi áferð með hinum ýmsu tegundum. Hér eru notuð strá í stað blóma með góðum árangri.

Strá í stað blóma.
Heildarsvipur, samræmd gróðurbeð prýða opinbera byggingu.

Lýsing við aðkomu húsa

Lýsing framan á tröppum vísar vel leiðina að aðalinngangi hússins.

Lýsing aðkomu gerir mikið fyrir húsið og garð þess þegar rökkva tekur og á Íslandi er hún nauðsynleg meiri part ársins. Með lýsingu er hægt að sýna augljóslega hvar aðalinngangurinn í húsið er.

Vel upplýst aðkoma býður gesti velkomna um leið og hún er nauðsynleg póstburðarfólkinu.

Falleg og stílhrein aðkoma undir japönskum áhrifum með einföldu gróðurvali, skýr skil á milli efna og lita.

 

 

 

 

 

 

Hér er lýsingu beint upp vegg sem varðar leiðina að aðalinngangi hússins sem passar vel við stórbrotinn stíl hússins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsingu er varpað eftir gangstígnum, stórar stiklurnar koma vel út  með lágum uppreistum kösturunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er notast við lýsingu sem gengur fyrir sólarljósi, það getur komið sér vel þar sem erfitt er að leggja rafmagn.

Fallegar gamaldags luktir passa vel við gamaldags stíl gangstéttar og húss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/

 

Aðkoma skiptir máli

 

Hlýleg aðkoma með náttúruhellum og áberandi lituðum blómum styrkja stíl hússins.

Nauðsynlegt er að skoða samspil húss og aðkomu frá götu sjónarhorni, vilji maður að hús og garður njóti sín sem best, jafnt þeim sem leið eiga framhjá og íbúum. Skipuleggðu framgarðinn þinn svo hann nýtist þér sem best, á hann bara að vera augnayndi eða hvaða not viltu hafa af honum? Allt fer þetta auðvitað eftir stærð hans og legu.  Það getur farið vel á því að nota áhugaverðan og litríkan efnivið framan við húsið.

Stílhrein aðkoma á vel við þetta hús.

Gerið aðalinnganginn skýran og augljósan svo aðkomufólk þurfi ekki að velta því fyrir sér hvaða inngang eigi að nota.

Efnisval er mikilvægt og hér er leitast við að hafa beinar og skýrar línur á milli ólíkra efna. Fáir, einfaldir hlutir og hver plöntur í röðum eftir tegund.

 

Hvert efni er vel afmarkað með járnkanti sem hindrar að efnið færist til.

 

Lágmarksbreidd gönguleiðar er 1 metri. Varist stefnulausa og óþarfa boga í gönguleiðum.

 

 

 

 

Gras á milli stikla gerir þær meira áberandi.

Stórir flekar með gras á milli, myndar skemmtilegt lita samspil.

 

 

 

 

 

 

Varist að planta limgerði of nálægt göngustíg, gott er að hafa lággróður næst honum þá myndast betra pláss t.d. til að sveifla örmum á gangi, bera innkaupapokana að húsi sem og stóra hluti í flutningum.

Gróðurinn hér er frekar villtur í takt við villt umhverfi hússins, skrautstrá og liljur.

Sum staðar passar vel að hafa plöntuvalið hið sama  og er í kringum húsið.

 

 

 

 

 

 

 

Forðist að hafa margar tegundir plantna. Myndið frekar litla hópa af færri tegundum. Varist að planta trjám af handahófi. Mikilvægt er að hugsa fyrst um staðsetningu stórra trjáa og síðan annan gróður í kring.

 

Heimildir og myndir:  https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/,  https://homedesignlover.com/landscape-designs

 

 

 

Litadýrð haustsins

Reynitegundir bjóða upp á fjölbreytta haustliti

Við val á gróðri er gott að hafa í huga ýmis atriði eins og fjölbreytileika í haustlitum tegunda. Raða tegundum saman að þannig að sérkenni þeirra fái notið sín á mismunandi árstíðum. Haustin eru sérlega skemmtilegur tími skærra og fallegra lita í rauðu, gulu og appelsínugulum tónum sem gleðja augu okkar. Tegundir sem mynda áberandi haustliti njóta sín enn betur þegar þær eru umluktar grænum lit annarra tegunda í bakgrunni og það sama á við um purpurarauð blöðin á Virginíuheggnum. Þau verða þannig meira áberandi og skera sig úr nærliggjandi gróðri.

Tegund nýtur sín til fulls þegar hún sker sig úr nærliggjandi umhverfi.

Hélurifs er frábært til að þekja trjábeð og fær afar fallega haustliti.

Helstu tegundir sem fá fallega rauða haustliti eru t.d. : Bersarunni, Birkikvistur, Japanskvistur, Fjallarósablendingur, Gljámispill, Hélurifs og Kirtilrifs, Rósakirsi ´Ruby, Koparreynir, Skrautreynir, Úlfareynir, Sunnubroddur, Sveighyrnir og Þyrnirós ´Lovísa.

Helstu tegundir sem fá fallega gula haustliti eru t.d. : Flestar víðitegundir, kvistir og toppar, Alaskavíðir og Alaskaösp, Bersarunni, Bergreynir, Fjallarifs og birki, Birkikvistur, Bjarmarós, Blárifs, Blátoppur, Blöndustikill, Brekkuvíðir, Brúðurós, Dúntoppur, Fagursýrena, Fjallarós og blendingur, Fjallatoppur, Garðagullregn, Garðakvistill, Gljásýrena, Glótoppur, Glæsitoppur, Gráreynir, Gultoppur, Heggur, Hlíðaramall, Ígulrós, Japanskvistur ´Golden princess, Jörfavíðir, Körfuvíðir, Klukkutoppur, Mánakvistur, Loðvíðir, Myrtuvíðir, Perlukvistur, Rauðtoppur, Reyniblaðka, Runnamura, Selja, Silfurreynir, Síberíukvistur, Snjóber, Snækóróna, Sólber, Sunnukvistur og Surtartoppur.

Heimildir: http://k-sql.lbhi.is/yg/Utlit.aspx

Annar pistill á síðunni sem fjallar líka um haustliti.

 

Langfyrstur með haustliti