Nú er mesta skammdegi ársins og þá er lýsing okkur afar hugleikin, jafnt innandyra sem utan.
Í fallegum garði má skapa nýjar víddir og áhrif utandyra með fallegri lýsingu. Njóta má garðsins jafnt innan úr húsi sem og auka ánægju vegfarandans á ferð sinni um hverfið á dimmum árstíma eða að kvöldi til.
Gott er að spyrja sig hvar viðbótarlýsing getur verið gagnleg í myrkri. Þá er hægt að íhuga hvernig má lýsa upp þau svæði ásamt því að draga athyglina að uppáhalds svæðum garðsins eða uppáhalds plöntum eða trjám. Halda áfram að lesa