Á plásslitlu svæði á Saigon í Vietnam var hannað hús handa 30 ára gömlu pari og móður þeirra. Það er einungis 4 metrar á breidd en alveg 20 metra hátt. Útveggir þess að framan og aftan eru grænir, lóðréttir garðar. Þar fyrir innan eru gluggar/hurðar svo gott sé að sinna „garðverkunum“. Innveggir eru fáir sem engir og því er útsýnið óhindrað að gróðrinum hvaðan sem er úr húsinu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gróður
Gastankar í nýju hlutverki
Í Westerpark í Amsterdam hafa gamlir ónýttir gastankar fengið nýtt hlutverk, þeim hefur verið breytt í tjarnir.
Tjarnir með pöllum allt í kring fyrir göngusvæði sem minna á bryggju, en pöllunum hefur verið komið fyrir innan á veggjum tankanna og mynda veggirnir skemmtilega umgjörð utan um tjarnirnar. Þegar sest er niður umvefja veggir tankanna mann ásamt gróðrinum í kring og er upplifunin ákaflega friðsæl maður gæti allt eins verið í eigin heimi. Á heitum dögum er svalandi að sitja og kæla fæturna í vatninu. Halda áfram að lesa
High line garðurinn í New York dæmi um sérlega velheppnaða endurnýtingu.
Í New York hefur verið búinn til almenningsgarður á gömlum upphækkuðum flutningar-lestarteinum sem liggja eftir endilöngum vesturhluta Manhattan en þeir eru frá árinu 1934.
1960 eyðilagðist suðurhluti brautanna eins og sést á efstu myndinni og 1980 var farin síðasta flutningaferðin með frosna kalkúna.
Peter Obletz kom í veg fyrir að restin af teinunum yrði rifin og eftir enn frekari niðurníðslu brautarteinanna stofnuðu Joshua David og Robert Hammond íbúar samtök árið 1999 um varðveislu þeirra og lögðu til endurnýtingu á þeim sem opnum almenningsgarði. Halda áfram að lesa