Greinasafn fyrir merki: Gróður

Sparnaðarráð fyrir garðahönnun

IMG_1705

Náttúrulegt útlit með litlum tilkostnaði.

Margar leiðir eru til að gera garðinn huggulegan á einfaldan hátt með lágum tilkostnaði.

Skipuleggðu garðinn áður en þú byrjar, hvernig viltu nota hann, hefurðu gaman af að rækta eða viltu hafa garðinn einfaldan og viðhaldslítinnDSC04233?

Hvernig garð langar þig í? Nútímalegan með beinum línum og óþarfa prjáli? eða gamaldags með rúnnuðum lífrænum línum og formum þar sem auðvelt er að blanda saman ólíkum plöntum og hlutum? Gott er að hafa í huga að garðurinn passi við húsgerðina sem í garðinum er.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Hvaða plöntur eru nú þegar í garðinum, hverjar viltu hafa áfram? Gætu sumar sómt sér betur annars staðar, þá er um að gera að vera óhræddur við að flytja þær til. Með því að endurnýta gróðurinn sem fyrir er í garðinum ertu umhverfisvænn um leið og þú sparar. Tré getur til að mynda fengið nýja ásýnd og upplyftingu með því að raða grjóti í kring eða mynda hring og pláss í kringum það svo það fái notið sín til fulls ef á það er skyggt eða að því er þrengt.

Gott er að rissa garðin upp og skilgreina hvar hlutir og plöntur eiga að vera. Gerðu lista áður en farið er af stað að kaupa, með því má spara óþarfa kaup sem nýtast ekki sem skildi. Leitaðu ráða hjá fagfólki þegar þú þarft.

Einnig er hægt að skiptast á plöntum, fjölæringum og fræjum á ákveðnum tímum hjá Garðyrkjufélagi Íslands nú eða nágrönnum og vinum. Með því móti má fjölga tegundum og fá nýjungar í garðinn.

Sparaðu með því að gera sem mest sjálfur og taktu þér tíma í verkið, það veitir líka meiri gleði 🙂

Sótt á vef: http://homedesignlover.com/landscape-designs/10-money-saving-landscaping-tips/

Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa

Sveit í borg – grænu svæði borgarinnar

Göngustígur í miðju borgarlandi.

Göngustígur í miðju borgarlandi.

 

Plöntur eru vel merktar til fróðleiks.

Í Fossvogsdal eru nokkrir stígar sem liggja í gegnum þéttan gróður. Þegar gengið er um stígana gleymist jafnvel að þeir séu í miðri borginni. Það er sérlega ánægjulegt þegar ekki þarf að fara langt frá heimili sínu, þó inn í miðri borg sé, til að upplifa sig í guðs grænni náttúrunni.

Í kringum stígana er að finna fjölbreyttar tegundir og yrki, trjáa og runna. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim reiðir af ár frá ári eftir veðurfari og árstíðum. Merkingar hjálpa áhugafólki að læra og kynna sér tegundir.

 

 

 

Blóðheggur

Blóðheggur.

Halda áfram að lesa

Hönnun og skipulag bílastæða hefur áhrif á hegðun fólks.

bad-parking

Myndin er ekki fengin úr rannsókninni og tengist henni ekki 😉

Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa

Langfyrstur með haustliti

Fjallareynir kemur langfyrstur með haustliti sína og sker sig úr í grænu umhverfinu.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar mátti sjá þennan ótrúlega fallega Fjallareynir í dag.  Hann sker sig vissulega vel úr nærliggjandi gróðri, þar sem hann er langfyrstur til að koma með svona gríðarlega áberandi haustlit.  Þessi tegund er með þeim fyrstu af Reynifjölskyldunni að fá haustliti, nafnið er Fjallareynir og á latínu Sorbus commixta.  Verið er að rækta þessa tegund og verður hún því áberandi í borginni á komandi árum. Halda áfram að lesa

Yndisgarðar til yndis og gagns.

Yndisgarður í Fossvogi, huggulegasti skrúðgarður.

Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.

Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning. Halda áfram að lesa

Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.

Skrúðgarðar upp á þökum í stórborginni New York.

Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til.  Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið.  Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa

Hlíðargarður falin perla í Kópavogi.

Horft niður eftir Hlíðargarði til suðurs,í fjarska sést íþróttahúsið Smárinn.

Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag?  Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi.  Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa

Smágarðar

Unnið með smágarða

Sniðug hugmynd, þar sem gróðurbeðum má raða að vild og breyta til, aftur og aftur.  Lágvöxnum gróðri er komið fyrir í hverjum kassa, þeir eru svo á hjólum þannig að auðvelt er að færa þá til og raða upp á mismunandi vegu.  Ein tegund í einn tígullaga kassa sem svo mynda breiður af jarðlægum gróðri í ýmsum áferðum og mynstrum.  Það eru hönnuðirnir Legge Lewis og Legge sem eiga heiðurinn af þessari hugmynd en þeir starfa í New York og Austin í Texas. Þetta verk þeirra var á alþjóðlegu garðhátíðinni í Toronto í september 2010. Halda áfram að lesa