þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.
Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.
Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.
Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.
Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.
Hér á landi eru sumir sem vilja losna við allan garðslátt í sínum görðum á meðan það teljast forréttindi í stórborginni að geta komið fyrir sínum einkagrasbletti! Halda áfram að lesa
Í Norrebrö hverfi í Kaupmannahöfn er ekki vítt á milli húsa og því var fundið upp á því að útbúa leikvöll upp á þaki húsa. Þar var hægt að koma fyrir rúmgóðum sparkvelli, grassvæði og sólaraðstöðu, enda gætir þar sólar allan daginn eða mun lengur en í þröngum húsasundunum. Halda áfram að lesa
Hér er flott hugmynd að marghæða húsi, þar sem hver hæð hefur sinn einkagarð. Íbúar þeirra upplifa sig eins og þeir búi í einbýli á jarðhæð þegar horft er út um gluggann. Húsið fellur vel að garðinum og ekki hægt að sjá annað en grænan garð án byggingar úr lofti. Halda áfram að lesa