Greinasafn fyrir merki: Glerveggur

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa