Greinasafn fyrir merki: Garðahönnun

Einbýlishúsagarður endurnýjaður

Eigendur þessarar lóðar veittu góðfúslegt leyfi til þessarar birtingar og þökkum við kærlega fyrir það 🙂

Í nóvember 2018 fyrir tveimur árum óskuðu nýir eigendur eftir nýju skipulagi fyrir garðinn sinn, í ljós kom að ýmsum trjám og runnum mátti halda en taka önnur og bætt var við dvalarsvæðum og gróðurhúsi ásamt því að ná fram betra skjóli. Hér má sjá garðinn fyrir og eftir breytingar sem urðu nánast eins og upphaflega var lagt af stað með. Reynt var að halda í og vinna með það sem fyrir var eftir bestu getu og sýna nýjar myndir garðinn nú í sumar 2020 og er hann orðinn sannkallaður listigarður, ekki síst fyrir tilstilli eljusemi eigenda.

Aðkoma fyrir breytingar
Aðkoma eftir breytingar – sorptunnur færðar fjær að bílastæði, hlaðinn veggur endurnýjaður ásamt gróðri.
Aðalaðkoma í garðinn fyrir breytingar.
Eftir breytingar – þrep stækkuð og gróðurbeð grisjað og minnkað og steinhlaðið.
Fyrir breytingar neðan við hús.
Eftir breytingar – sorpgeymslu komið fyrir hjá aukabílastæði og aðkoma að kjallara og neðan lóðar lagfærð, ásamt skjólvegg fyrir betra næði innan lóðar.
Fyrir breytingar á neðri hluta lóðar
Eftir breytingar – neðri hluti lóðar afmarkaður frá efri lóð með hlöðnum vegg og skjólvegg til að útbúa gott dvalarsvæði á miðri lóð við gróðurhús.
Einnig er gengt upp á efri lóð þessa leið með tröppum fyrir enda skjólveggjar.
Fyrir breytingar – steinhlaðnar tröppur fá að halda sér ásamt hlöðnu beði hægra megin
Efri lóð eftir breytingar sama svæði – gott dvalarsvæði, gamlar steinhleðslur fá að halda sér sem mynda tröppur upp á efri lóð ásamt hleðslu við gróðurbeð.
Hlaðið gróðurbeð milli dvalarsvæða
Fyrir breytingar – aðkoma að litlu dvalarsvæði sem týnst hafði í vanrækslu fær endurnýjun lífdaga
Eftir breytingar hellulagður stígur inn að litla dvalarsvæðinu, með því að taka runna kringum steinhleðsluna innst nýtur sólar betur á dvalarsvæðinu.
Eftir breytingar gamla steinhleðslan heldur sér en hreinsuð og lagfærð og útbúið þetta notalega dvalarsvæði með hellulögn í miðju, einnig er gengt niður á þetta litla svæði frá efri lóð eftir gömlum steinhlöðnum þrepum.
Sjónarhorn að stærra dvalarsvæði frá því litla með aðgengi eftir gömlu steinþrepunum.
Fyrir breytingar sama grenitré lengst til vinstri, ösp er fjarlægð ásamt nokkrum runnum en Sýrenur fá að halda sér.
Horft yfir sama svæði eftir breytingar – dvalarsvæðin tvö á miðju lóðar
Sama sjónarhorn fyrir og eftir breytingar – grasflöt sléttuð og rýmkuð. Runnum fækkað og sýrenur njóta sín betur.
Fyrir breytingar horft að götu.
Eftir breytingar – trjám fækkað og beð við götu minnkað. sem og við hús.
Fyrir breytingar – steinhleðsla við litla dvalarsvæðið
Eftir breytingar – litla dvalarsvæðið hellulagt, hreinsuð steinhleðslan með ýmsum fjölæringum og gróður fjarlægður fyrir ofan hleðsluna framan við limgerði en möl og stiklum komið fyrir til að bæta aðgengi um garðinn.

Landmótun í einkagörðum

Áhugavert er að sjá hvað hægt er að forma land sitt á mismunandi vegu og með mismunandi aðferðum, hér er stiklað á nokkrum þeirra. Hugmyndaflug er allt sem þarf.

Grashólar bjóða upp á notalega litla lundi betur en slétt grasflöt og eru áhugaverðir á að líta.
Hér er mynduð upphækkuð grasflöt með járnkanti, stílhreint og flott.
Garður mótaður í lífræn form í þrívídd.
Landmótun með stórum viðardrumbum falla vel að grasbrekkunni.
Hér er mynduð slétt flöt með bekkjum en hlaðinn veggurinn getur einnig myndað skjól, þetta má útfæra víða.
Svipuð hugmynd útfærð á sléttri flöt þar sem grasflái er formaður í kringum setskjólsvæðið sem er afmarkað með trjádrumbum. Þessa hugmynd má útfæra á marga vegu með einfaldari hætti.
Einnig má nýta svona grasfláa víða í görðum til að afmarka svæði og veita skjól.

Heimildir: Myndir sóttar á https://www.pinterest.com/pin

Val gróðurs í ýmis hlutverk

Torg með einföldum formum þar sem samspil lita fær að njóta sín.

Gróðri er plantað til að sinna ýmsum hlutverkum eins og veita skjól, loka einhverju af (bílaplani, inngangi, einkagarði ofl.), limgerði í stað skjólveggs, til prýði, samspil lita og margt fleira. Til þess að vel takist til er mikilvægt að velja réttar tegundir eftir því hlutverki sem þær eiga að gegna, varðandi vaxtarlag og -hraða, stærð og umfang.

Passa verður að velja ekki of hávaxinn gróður þar sem hann má ekki verða of stór, hraður vöxtur eykur þörf á miklum klippingum til að hemja vöxt. Betra er að velja tegundir sem henta í þá hæð sem maður vill ná.

Gróðurinn hefur líklega ekki átt að loka fyrir útsýni úr glugganum.

Ef gróðurbeð er t.d. 1 m á breidd við gangstétt eða göngustíg verður að passa að umfang tegunda verði ekki mikið meira en það, því annars kallar það á margar klippingar til að halda gróðrinum í skefjun og hann loki ekki gönguleiðum. Umfangsmiklar tegundir kalla á mikið og gott pláss til að fá notið sín til fulls.

Gönguleiðir lokast með tímanum ef tegundir eru of umfangsmiklar.
Hér hefur Alaskaylli verið plantað of nærri gönguleið en hann þarf mikið pláss og vex hratt.

Tegundir sem nota á í limgerði eru valdar út frá því sem á að ná fram t.d. þétt, hægvaxið en sígrænt Sitkagreni.

Sitkagreni er sígrænt, hægvaxið og lokar fullkomlega allt árið.

Eða hraðvaxnar tegundir sem þarfnast klippinga 1-2 var á sumri eins og Víðtegundir.

Víðitegundir vaxa skjótt.

Ef gróðurinn er til þess fallinn að loka fyrir umferð óviðkomandi gæti t.d. Sunnubroddur átt vel við til að gegna því hlutverki.

Sunnubroddur lokar fyrir óviðkomandi umferð með stórum broddum sínum.

Hægt er að nota gróðurinn til að ná fram ákveðnum formum og mismunandi áferð með hinum ýmsu tegundum. Hér eru notuð strá í stað blóma með góðum árangri.

Strá í stað blóma.
Heildarsvipur, samræmd gróðurbeð prýða opinbera byggingu.

Gleymum ekki undirstöðu gróðurs – rótarvænt burðarlag

Jafnvægi milli þess að hellur haggist ekki og gróður dafni getur verið vandfundið.

Þegar gera á endurbætur á garðinum má ekki gleymast að huga að því að nóg verði af næringaríkri gróðurmold vilji maður hafa fallegan gróður í garðinum. Ansi oft í kringum nýbyggingar og þegar verið er að gera upp heilu garðana skipta verktakar út næringaríkum jarðvegi fyrir frostfrítt efni (grjót og möl) á kostnað gróðurmoldar. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að stór og falleg tré muni ná að dafna í garðinum, sem og annar runnagróður. Því er mikilvægt að passa upp á að velja gróður sem hentar því undirlagi sem fyrir er eða setja gott undirlag fyrir þann gróður sem rækta á ef það er mögulegt. Á þessari mynd sjást fallegar endurbætur en sjá má að komið hefur verið fyrir frostfríu efni en plássið sem eftir er fyrir gróðurmoldina er harla lítið. Kannski nóg fyrir litla runna eða fjölæringa. Garðyrkjumaðurinn vill nóg af mold fyrir gróðurinn en helluleggjarinn nóg af frostfríu efni til að verk hans haggist ekki í áranna rás. Þarna rekast hagsmunir á og millivegurinn vandfundinn en best er að gróður fái nægilegt magn af rótarvænu burðarlagi. „Með rótarvænu burðarlagi er trjánum tryggt nægjanlegt vaxtarrými í jarðvegslagi sem er þannig uppbyggt að það virkar jafnframt sem burðarlag fyrir gangstéttir og götur, þar af kemur nafnið rótarvænt burðarlag. Uppbygging rótarvæns burðarlags er 80-85% af samkorna grófri möl og 15-20% af ræktunarjarðvegi. Kornadreifing í mölinni þarf að vera þannig að við þjöppun myndist 20% holrými fyrir rætur og jarðveg án þess að það hafi áhrif á burðargetu.“

Oftast má reikna með að rætur þurfi jafnmikið pláss og ofanvöxturinn og því betra að þær geti náð upp næringarefnum allt í kring, því annars vex gróðurinn minna og verður veikburðari og nær jafnvel ekki að þrífast nægilega, einnig verður hann veikari fyrir foki og vondum veðrum.

Heimildhttp://yndisgrodur.lbhi.is/wp-content/uploads/2018/01/Tr%C3%A9-%C3%AD-borgarumhverfi.pdf sótt á vef lbhi.is 26. ágúst 2019.

Endurnýjun og skipulagning hluta lóðar

Hluti lóðar eftir breytingar, upphækkuð gróðurbeð. Hellulagður stígur milli palla og fjölbreyttara efnisval ásamt heitum potti. Klifurrósir upp við suðaustur húsvegg.

Sama svæði fyrir breytingar, stór samsettur tímburpallur frá ýmsum tímabilum. Innsta svæði pallsins var lokað af með Fjallarifslimgerði.
Sama svæði fyrir breytingar, séð frá hinni áttinni. Skjólveggur við enda húsveggjar verður fjarlægður sem og tré í miðjum pöllum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést suðausturhluti eftir breytingar.  Einfaldur timburpallur úr lerki. Klifurrósabeð við suðaustur húsvegg. Runnagróðurkassi er við enda pallsins og matjurtarreitir þar í framhaldi.

Eitt horn garðsins fyrir breytingar sést á efri mynd, samsettir stallaðir pallar.  Ölur á erfiðum stað fyrir miðri gönguleið.  Skjólveggur við húshorn.

Á neðri myndinni má sjá eftir breytingar, svæði einfölduð og lögð í sömu hæð. Skipt upp með mismunandi efnum. Vínarhellur lagðar í stíg á milli palla sitt hvoru megin við húsið. Matjurtarbeðum komið fyrir í afmörkuðum reitum og rifs upp við skjólvegg þar sem það þrífst vel í skugga. Trjákurl sett í kringum matjurtarsvæðið. Ölur fjarlægður. Skjólveggur við húshorn er fjarlægður og Fjallarifslimgerði fært þangað sem veitir skjól og brýtur upp vind sem og að hægja á honum og kemur í veg fyrir vindsveipi.
Pallur í stöllum við nágrannavegg fyrir breytingar.

Eftir breytingar er opnað betur á milli svæða og mishæðóttum palli breytt í runnabeð með möl, allt í sömu hæð og pallur sem fyrir er. Hann fær að halda sér.

                                                                                Steinabeð og blandað limgerði eftir breytingar, fjölbreyttir runnar og litskrúðugur gróður.

Það sem eigendur lögðu upp með og fannst hafa heppnast vel var:

  • Skemmtilegra útiverusvæði og  gert ráð fyrir heitum potti.
  • Fengu meiri hlýleika í garðinn með gróðri, sérstaklega upp við hvíta endaveggi og aðgreina svæði garðsins betur.
  • Fengu ráðgjöf um gróðursamsetningu þannig að gróður blómstri á mismunandi tíma.
  • Fengu pláss fyrir matjurtargarð.

 

Þrifkantur fyrir grasflatir

Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.

Vel snyrtur þrifkantur og grasflöt er augnayndi.

Með árunum vill grasið leita inn á þrifkantinn.

Grasið leitar inn á hellulagnir með tímanum.

Grasið hefur leitað inn á þrifkantinn með tímanum.

Þetta verkfæri er bráðsnjallt til að hreinsa milli hellna.

Þá er tekið til hendinni að vori og kantskurðarverkfæri notað til að skera meðfram grasflötinni við hellulögn og þrifkant.

Afrakstur hreinsunar og kantskurðar.

Lóðamörk við götu, ýmsar útfærslur

Viltu skýla garðinum frá veginum? Það er hægt að gera á margan hátt, hér að neðan eru mismunandi útfærslur.

Skjólveggir og gróður á víxl mynda góða lokun.

Flekar úr timbri með blönduðum gróðri fyrir framan sem hylur skjólvegginn nokkuð og milli fleka er plantað sígrænu greni sem lokar allan ársins hring, mjög fjölbreytt.

Gróður með skjólvegg fyrir hluta garðs en annar hluti hans nokkuð opinn. Fjölbreytileiki í gróðri áberandi.

Limgerði úr greni er sígrænt og lokar vel allt árið um kring.

Timburskjólveggur eingöngu myndar góða heildarlokun.

Skjól er eftirsótt

Skjól í íslenskri náttúru er oft að finna í brekkum hlémegin fjalla.

Skjól skiptir miklu máli fyrir okkur hér á landi. Á höfuðborgarsvæðinu er oft norðan vindur þegar sólin skín og hann er oftar en ekki kaldur. Því viljum við flest leitast við að hafa skjólgóða og sólríka staði í görðum okkar sem og í almenningsgörðum.

Skjól er hægt að mynda með ýmsum hætti. Skjólveggjum, smíðuðum eða hlöðnum. Hæðum, hólum eða lautum, þ.e. mótun landslags eða með gróðri. Hvaða efniviður er valinn fer eftir aðstæðum hverju sinni, landslag og gróður þarf meira pláss en til dæmis timburskjólveggur.

Áningastaður með skjólveggjum, pöllum og setaðstöðu getur verið notaleg nestisaðstaða á berangri.

Á þessum áningarstað hefur verið ákveðið að byggja timburskjólveggi og palla sem nýtast til að borða nestið sitt eða bara til að sitja og njóta útsýnisins. Timbur þornar til dæmis fyrr en gras og jarðvegur og því ef til vill nýtanlegra í lengri tíma yfir árið. Til að minnka viðhald er notast við lerki og þegar það gránar náttúrulega fellur það meira inn í umhverfið.

Hafa má í huga að gróður hægir meira á vindi heldur en sléttir lokaðir fletir sem eiga það oft til að magna hann upp, svo þarf líka að huga að því hvort skjólið á aðeins að haldast yfir sumartímann með laufguðum gróðri eða allt árið með sígrænum plöntum. Þegar notast á við gróður þarf meiri þolinmæði og tíma til að ná upp vexti og því skjóli sem stefnt er að, en á móti kemur að viðhald er oft minna og gróðursetning fljótlegri en með uppsetning á varanlegri skjólveggjum. Tímalengd fer eftir því hvaða plöntur eru valdar því vaxtahraði þeirra er mjög mismunandi. Víðiplöntur vaxa hraðast en endast kannski skemur og grenið er mjög hægvaxta en lokar hins vegar vel allt árið.

Skjólveggir lagðir á víxl við gróður sem mildar áhrif slétta veggjarins. Einnig dregur gróðurinn betur úr hraða vindsins.

Á móti kemur að með gróðri er oft hægt að ná betri lokun þar sem hann nær hæglega meiri hæð en ná má með skjólveggjum og áhrif gróðurs er mun mildari en sléttra veggja. Þá er kjörið að nota bæði í bland eins og gert hefur verið hér.

Nauðsynlegt er að hafa í huga við staðsetningu skjólveggja að þeir magni ekki upp vind úr ríkjandi vindátt sem gæti leitt til vindsveipa eða að vindurinn steypi sér niður þar sem skjólið átti að myndast. Einnig þarf að taka mið af hafgolu sem gætir oft um miðjan daginn á sólardögum.

 

Í okkar íslensku náttúru eru hæðir, brekkur, gjótur og lautir oft skjólsælustu staðirnir sem við leitum í á vindasömum stöðum.

Skjólsælasti hluti garðsins er oftast lægsti punktur hans og hann má móta til að líkja eftir náttúrulegum lautum.

Það er því kjörið að líkja eftir þessum aðstæðum í okkar nærumhverfi til að skapa gott skjól. Einnig má nota sömu aðferð til að mynda skjól og flýta fyrir vexti gróðurs.

Það er gömul hefð fyrir því að gera skeifu úr jarðvegi til að mynda skjól. Þetta er áberandi við marga af eldri sumarhúsum landsmanna. Þá hefur jarðvegi verið rutt upp í 1-2 m háan ílangan, skeifulaga grasþakinn hól en slíkir hólar eru oft nefndir manir. Hóllinn er þannig í laginu að þægilegt er að leggjast í grasbrekkuna í innanverðri skeifunni.

Algengast er að þessar skeifur snúi mót suðri eða suðvestri þannig að sólin skíni vel á þær en veiti jafnframt skjól fyrir öllum norðlægum áttum. Til þess að auka skjólið jafnvel enn meira er hægt að lækka svæðið skjólmegin manarinnar og útbúa þannig laut.

Hér hefur verið hlaðinn grjótveggur öðru megin en tyrfð brekka látin tengjast grasflötinni hinu megin.

 

Aðkoma skiptir máli

 

Hlýleg aðkoma með náttúruhellum og áberandi lituðum blómum styrkja stíl hússins.

Nauðsynlegt er að skoða samspil húss og aðkomu frá götu sjónarhorni, vilji maður að hús og garður njóti sín sem best, jafnt þeim sem leið eiga framhjá og íbúum. Skipuleggðu framgarðinn þinn svo hann nýtist þér sem best, á hann bara að vera augnayndi eða hvaða not viltu hafa af honum? Allt fer þetta auðvitað eftir stærð hans og legu.  Það getur farið vel á því að nota áhugaverðan og litríkan efnivið framan við húsið.

Stílhrein aðkoma á vel við þetta hús.

Gerið aðalinnganginn skýran og augljósan svo aðkomufólk þurfi ekki að velta því fyrir sér hvaða inngang eigi að nota.

Efnisval er mikilvægt og hér er leitast við að hafa beinar og skýrar línur á milli ólíkra efna. Fáir, einfaldir hlutir og hver plöntur í röðum eftir tegund.

 

Hvert efni er vel afmarkað með járnkanti sem hindrar að efnið færist til.

 

Lágmarksbreidd gönguleiðar er 1 metri. Varist stefnulausa og óþarfa boga í gönguleiðum.

 

 

 

 

Gras á milli stikla gerir þær meira áberandi.

Stórir flekar með gras á milli, myndar skemmtilegt lita samspil.

 

 

 

 

 

 

Varist að planta limgerði of nálægt göngustíg, gott er að hafa lággróður næst honum þá myndast betra pláss t.d. til að sveifla örmum á gangi, bera innkaupapokana að húsi sem og stóra hluti í flutningum.

Gróðurinn hér er frekar villtur í takt við villt umhverfi hússins, skrautstrá og liljur.

Sum staðar passar vel að hafa plöntuvalið hið sama  og er í kringum húsið.

 

 

 

 

 

 

 

Forðist að hafa margar tegundir plantna. Myndið frekar litla hópa af færri tegundum. Varist að planta trjám af handahófi. Mikilvægt er að hugsa fyrst um staðsetningu stórra trjáa og síðan annan gróður í kring.

 

Heimildir og myndir:  https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/,  https://homedesignlover.com/landscape-designs

 

 

 

Einkagarður endurskipulagður

IMG_2138 Hér er fjallað um breytingar á garði sem var endurhannaður með það í huga að mynda betri dvalarsvæði og meira næði. Efst sést aðkoma að húsinu þar sem aðalinngangur snéri í suður og lóðin var opin og lítið um næði. Aðalinngangurinn í húsið truflaði þannig talsvert aðal dvalarsvæði garðsins. Á miðri grasflöt voru stór tré og falleg fuglaböð úr stuðlabergi. Eftir breytingu voru bílastæði lokuð af frá garði og komið fyrir sorpgeymslu í skjólveggjum. Nú er gengið úr húsi beint út á suðurpall og þaðan út á stóra grasflöt sem nýtist vel til leikja. Komið var fyrir heitum potti með skjólveggjum fyrir aðalvindáttum sem stuðla einnig að betra næði.

hadal 0028

Áður voru á miðri grasflöt fuglaböð og stór tré.

Eftir breytingu var komið fyrir suðurpalli upp við hús og heitum potti.

 

 

 

 

 

 

DSC02761

Aðkoma og bílastæði en sorpgeymsla er felld inn í skjólvegg.

Dvalarsvæði, suðurpallur og heitur pottur.

 

 

 

 

 

 

 

Stór og góður viðarpallur nýtist vel fyrir garðveislur í góðum veðrum sem og til sólbaða og viðveru.

heitur potturHeitur pottur er afmarkaður með skjólveggjum til norðurs og austurs, sem skyggja þá ekki á sól en skýla fyrir helstu góðveðurs vindáttum. Efri brún pottsins nemur við efri brún viðarpallsins kringum hann. Þannig er þægilegt að sitja umhverfis pottinn ef maður vill kæla sig niður og sóla sig.   Áður en hafist er handa við endurskipulagningu er gott að geta séð fyrir sér útkomuna með því að skoða þrívíddarteikningar af fyrirhuguðum breytingum. Þannig verða yfirvofandi breytingar raunverulegri og auðveldar það oft eigendum að sjá endanlega útkomu þeirra.

Vestur útlit aðkoma

Útlit vestur.

Gardur_Heiturpottur

Heitur pottur með skjólveggjum.

Austurgarður horft úr suðri.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

 

Gardur Fuglabad

Gróður og fuglabað eru færð út við lóðarmörk til þess að lóðin nýtist betur.

e209828_3A

Fuglabað og grenitré voru fyrir miðri lóð þar sem nú er heitur pottur og suðurpallur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig var skoðað hvað gaman væri að nýta áfram, eins og náttúruhellur, fuglaböð og gróður. Ákveðið var að færa reynitré og fuglaböð úr stuðlabergi sem áður voru á miðri grasflöt út að jaðar lóðar, til að fá stærri grasflöt til leikja og til að koma í veg fyrir skuggamyndun en þannig nýtist garðurinn betur. Haldið var í þann gróður sem var í góðu ástandi og fallegar náttúrulegar steinhellur sem fyrir voru í garðinum en þær fluttar og gefið nýtt hlutverk. Steinhellurnar sem voru áður í aðkomustétt afmarka nú grasflöt frá blómabeði sem auðveldar grasslátt og gefur skemmtilegan svip. Einföld form eru á pöllum og hellulögn upp við hús, nútímalegt og stílhreint eins og húsið en í kringum grasflöt eru mýkri og frjálslegri form sem umvefja garðinn og skapa skemmtilegt mótvægi og hlýleika.

Náttúrulegar steinhellur

Hér fá steinhellurnar nýtt hlutverk. Auðvelda grasslátt og gefa skemmtilegan svip í beðið.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi, séð úr lofti.

Stórar aspir sem áður skýldu fyrir austan átt voru fjarlægðar þar sem þær voru orðnar allt of háar, en reynt hafði verið að lækka þær um helming til þess að halda þeim og minnka skuggamyndun en það kom ekki vel út og þoldu þær það illa. Í staðinn var settur skjólveggur í þremur flekum og gróður sitt hvoru megin. Utan við vegginn eru rifsber, sólber og mismunandi tegundir af Reynitrjám. Með tíð og tíma munu trén ná að veita meira skjól fyrir ríkjandi austanáttinni líkt og aspirnar gerðu áður en munu síður verða of há.

Aspirnar sem ákveðið var að fjarlægja þar sem þær voru svo háar og mikil skuggamyndun af þeim.

Rifsber og reynitré af ýmsum tegundum mynda fallega breiðu utan við skjólveggi.

Eigendur hafa einnig gaman af nytjaræktun og skipulagið tekur mið af því, þannig er kryddjurtabeð nærri eldhúsinu en aðalgrænmetisræktunin fer fram í austurgarði þar sem eru gróðurhús og grænmetisreitir ásamt ávaxtatrjám.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja í matargerðina.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja það í matargerðina.

Grænmetisræktun í reitum og ávaxtatré.

Grænmetisræktun í gróðurkössum og ávaxtatré.

 

 

 

 

 

 

 

 

Geymslukofi, gróðurhús og ræktunarkassar er staðsett í austurgarði.