Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag? Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi. Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa