þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.
Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.
Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.
Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.
Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
Viðskiptavinur okkar sendi okkur þetta skemmtilega myndband af garðinum eftir framkvæmdirnar og þökkum við kærlega fyrir það, virkilega gaman að sjá afraksturinn og óskum honum og fjölskyldunni til hamingju með flottan garð og vel unnið verk.
Fjölskyldan vildi gjarnan fá betri nýtingu út úr garðinum og ákveðið var að setja skjólvegg allan hringinn til að fá meira næði og einnig svo fótboltaleikir barnanna haldist innan lóðar. Skyggni milli veggja í skoti nýtist svo betur sem dvalarsvæði en þar mun einnig verða útgengt í garðinn úr baðherbergi svo ákveðið var að sleppa útisturtunni.
Með góðfúslegu leyfi viðskiptavina fengum við að birta myndir fyrir og eftir endurhönnun garðsins þeirra. Miklar breytingar og eins og sjá má af myndunum tókst vel til. Umhverfis.is sá um hönnunina. Greinilegt er að þeir sem sáu um framkvæmdina sjálfa hafa vandað mjög til verka. Glæsilegt!
Garðurinn var endurskipulagður með betri afmörkun og opnari dvalarsvæðum. Hér á eftir eru myndir fyrir og eftir breytingar. Fyrst má sjá aðkomuna sem var endurnýjuð og þar var útbúið morgundvalarsvæði ásamt nýjum beðum og sorpgeymslu. Gróður er einnig endurnýjaður að mestu á efri hluta lóðar.
Innilega til hamingju með fallega garðinn ykkar 🙂
Eigendur þessarar lóðar veittu góðfúslegt leyfi til þessarar birtingar og þökkum við kærlega fyrir það 🙂
Í nóvember 2018 fyrir tveimur árum óskuðu nýir eigendur eftir nýju skipulagi fyrir garðinn sinn, í ljós kom að ýmsum trjám og runnum mátti halda en taka önnur og bætt var við dvalarsvæðum og gróðurhúsi ásamt því að ná fram betra skjóli. Hér má sjá garðinn fyrir og eftir breytingar sem urðu nánast eins og upphaflega var lagt af stað með. Reynt var að halda í og vinna með það sem fyrir var eftir bestu getu og sýna nýjar myndir garðinn nú í sumar 2020 og er hann orðinn sannkallaður listigarður, ekki síst fyrir tilstilli eljusemi eigenda.
Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.