Greinasafn fyrir merki: Endurnýjun

Viðtal í garðablaði Morgunblaðsins

þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.

Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.

Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.

@jaxhandverk útihúsgögn

Heimsókn í nýlega endurhannaðan garð

Smellið á myndina til að sjá myndbandið.

Viðskiptavinur okkar sendi okkur þetta skemmtilega myndband af garðinum eftir framkvæmdirnar og þökkum við kærlega fyrir það, virkilega gaman að sjá afraksturinn og óskum honum og fjölskyldunni til hamingju með flottan garð og vel unnið verk.

Fjölskyldan vildi gjarnan fá betri nýtingu út úr garðinum og ákveðið var að setja skjólvegg allan hringinn til að fá meira næði og einnig svo fótboltaleikir barnanna haldist innan lóðar. Skyggni milli veggja í skoti nýtist svo betur sem dvalarsvæði en þar mun einnig verða útgengt í garðinn úr baðherbergi svo ákveðið var að sleppa útisturtunni.

Garðurinn fyrir breytingar, nú er kominn einn heldarsvipur á skjólveggi garðsins og mismunandi veggir nágranna ekki lengur sýnilegir
Sameiginlegar tröppur með nágrannalóð hefur nú verið lokað af með hliði og þar sem markið er nú er kominn heitur pottur. Með þessum breytingum fæst meira næði og betri dvalarsvæði í garðinum.
Hér má sjá tvær af þeim þrívíddarteikningum sem gerðar voru við hönnun garðsins.

Garður endurhannaður í Kópavogi

Með góðfúslegu leyfi viðskiptavina fengum við að birta myndir fyrir og eftir endurhönnun garðsins þeirra. Miklar breytingar og eins og sjá má af myndunum tókst vel til. Umhverfis.is sá um hönnunina. Greinilegt er að þeir sem sáu um framkvæmdina sjálfa hafa vandað mjög til verka. Glæsilegt!

Vinnuteikning

Garðurinn var endurskipulagður með betri afmörkun og opnari dvalarsvæðum. Hér á eftir eru myndir fyrir og eftir breytingar. Fyrst má sjá aðkomuna sem var endurnýjuð og þar var útbúið morgundvalarsvæði ásamt nýjum beðum og sorpgeymslu. Gróður er einnig endurnýjaður að mestu á efri hluta lóðar.

Aðkoma fyrir endurnýjun var of þröng fyrir gangstíg meðfram bílaplani
Hér hefur tekist vel til með glæsilegri aðkomu og fallegum gróðri. Eftir breytingar er aðkoma gangandi skýr og afmörkuð frá bílaplani. Beðin eru afmörkuð með hleðslusteinum og beð við götu er einnig hækkað upp
Aðgengi gangandi afmarkað frá bílastæði og soprgeymslan verður minna sýnileg frá morgundvalarsvæði með beðastaðsetningu.
Svæðið upp við hús nýttist ekki sem dvalarsvæði fyrir endurnýjun.
Nú er morgunsvæði upp við hús afmarkað með beðum og mikið notað á blíðviðrisdögum eftir breytingar.
Beð lokar af bílastæði og bílaplan frá dvalarsvæði upp við hús.
Aðgengi niður á vesturlóð fyrir endurnýjun.
Aðgengi niður á neðri lóð nú, neðri pallur breikkaður alveg að grjóthleðslu og klöpp.
Suðurlóð og pallur fyrir breytingar.
Reynirinn fékk að vera áfram og fær nú að njóta sín á nýja stækkaða pallinum og lóðin er afgirt frá nágrannalóð.
Vesturlóð fyrir breytingar, grindverk lokar pallinn af frá grasflöt sem gerir minna úr lóðinni.
Suðvesturlóðin er nú orðin afgirt frá nágrannalóð og grasflötin sem hefur verið hækkuð er nú opin upp á pallinn.
Horft upp á efri lóð fyrir breytingar.
Fallegt holtagrjótið nýtur sín vel innan um lággróðurinn og pallurinn er nú sniðinn að grjóthleðslu og klöpp.
Eigendur ákváðu að setja matjurtakassa nær húsi sem kemur einstaklega vel út í svörtum trékössunum.

Innilega til hamingju með fallega garðinn ykkar 🙂

Einbýlishúsagarður endurnýjaður

Eigendur þessarar lóðar veittu góðfúslegt leyfi til þessarar birtingar og þökkum við kærlega fyrir það 🙂

Í nóvember 2018 fyrir tveimur árum óskuðu nýir eigendur eftir nýju skipulagi fyrir garðinn sinn, í ljós kom að ýmsum trjám og runnum mátti halda en taka önnur og bætt var við dvalarsvæðum og gróðurhúsi ásamt því að ná fram betra skjóli. Hér má sjá garðinn fyrir og eftir breytingar sem urðu nánast eins og upphaflega var lagt af stað með. Reynt var að halda í og vinna með það sem fyrir var eftir bestu getu og sýna nýjar myndir garðinn nú í sumar 2020 og er hann orðinn sannkallaður listigarður, ekki síst fyrir tilstilli eljusemi eigenda.

Aðkoma fyrir breytingar
Aðkoma eftir breytingar – sorptunnur færðar fjær að bílastæði, hlaðinn veggur endurnýjaður ásamt gróðri.
Aðalaðkoma í garðinn fyrir breytingar.
Eftir breytingar – þrep stækkuð og gróðurbeð grisjað og minnkað og steinhlaðið.
Fyrir breytingar neðan við hús.
Eftir breytingar – sorpgeymslu komið fyrir hjá aukabílastæði og aðkoma að kjallara og neðan lóðar lagfærð, ásamt skjólvegg fyrir betra næði innan lóðar.
Fyrir breytingar á neðri hluta lóðar
Eftir breytingar – neðri hluti lóðar afmarkaður frá efri lóð með hlöðnum vegg og skjólvegg til að útbúa gott dvalarsvæði á miðri lóð við gróðurhús.
Einnig er gengt upp á efri lóð þessa leið með tröppum fyrir enda skjólveggjar.
Fyrir breytingar – steinhlaðnar tröppur fá að halda sér ásamt hlöðnu beði hægra megin
Efri lóð eftir breytingar sama svæði – gott dvalarsvæði, gamlar steinhleðslur fá að halda sér sem mynda tröppur upp á efri lóð ásamt hleðslu við gróðurbeð.
Hlaðið gróðurbeð milli dvalarsvæða
Fyrir breytingar – aðkoma að litlu dvalarsvæði sem týnst hafði í vanrækslu fær endurnýjun lífdaga
Eftir breytingar hellulagður stígur inn að litla dvalarsvæðinu, með því að taka runna kringum steinhleðsluna innst nýtur sólar betur á dvalarsvæðinu.
Eftir breytingar gamla steinhleðslan heldur sér en hreinsuð og lagfærð og útbúið þetta notalega dvalarsvæði með hellulögn í miðju, einnig er gengt niður á þetta litla svæði frá efri lóð eftir gömlum steinhlöðnum þrepum.
Sjónarhorn að stærra dvalarsvæði frá því litla með aðgengi eftir gömlu steinþrepunum.
Fyrir breytingar sama grenitré lengst til vinstri, ösp er fjarlægð ásamt nokkrum runnum en Sýrenur fá að halda sér.
Horft yfir sama svæði eftir breytingar – dvalarsvæðin tvö á miðju lóðar
Sama sjónarhorn fyrir og eftir breytingar – grasflöt sléttuð og rýmkuð. Runnum fækkað og sýrenur njóta sín betur.
Fyrir breytingar horft að götu.
Eftir breytingar – trjám fækkað og beð við götu minnkað. sem og við hús.
Fyrir breytingar – steinhleðsla við litla dvalarsvæðið
Eftir breytingar – litla dvalarsvæðið hellulagt, hreinsuð steinhleðslan með ýmsum fjölæringum og gróður fjarlægður fyrir ofan hleðsluna framan við limgerði en möl og stiklum komið fyrir til að bæta aðgengi um garðinn.

Þrifkantur fyrir grasflatir

Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.

Vel snyrtur þrifkantur og grasflöt er augnayndi.

Með árunum vill grasið leita inn á þrifkantinn.

Grasið leitar inn á hellulagnir með tímanum.

Grasið hefur leitað inn á þrifkantinn með tímanum.

Þetta verkfæri er bráðsnjallt til að hreinsa milli hellna.

Þá er tekið til hendinni að vori og kantskurðarverkfæri notað til að skera meðfram grasflötinni við hellulögn og þrifkant.

Afrakstur hreinsunar og kantskurðar.