Greinasafn fyrir merki: Einkagarður

Garðurinn skipulagður

Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna, grasflötin góða.

Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram í garðræktun.

Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?

Stór pallur til að taka á móti stórfjölskyldunni í garðveislu og pottapartý.

Stóran pall fyrir stór matarboð í garðveislu og pottapartý, eða viljum við hafa rýmin minni?

Hér er ró og næði og gott skjól.

Hér er ró og næði og gott skjól.

 

 

 

Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til?  Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur?  Viljum við heitan pott?

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

 

 

 

 

 

 

 

Viljum við hafa möguleika á heimaræktun?  Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna.  Í sér beðum, pottum eða kerjum.

Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.

 

Vel heppnuð Asparklipping.

Hér hefur tekist vel til við minnkun og klippingu aspa.

Á einni göngu minni um borgina nánar tiltekið í Stekkjarhverfi í Breiðholti rakst ég á þessar fallegu aspir. Margir stríða við ofvöxt aspa og hér er gott dæmi þar sem vel hefur tekist að minnka þær. Nú mynda þær fallega mótaðar kúlur um tveimur árum eftir klippingu. Vopnið er áræðni, þor og þolinmæði 🙂  svo er bara að halda þeim í horfinu.  Þetta er ein hugmynd um hvað hægt er að gera þegar aspir hafa tekið yfir garðinn og eru orðnar miklu stærri en til stóð. Halda áfram að lesa

Jólaljósin í garðinum

Falleg jólalýsing í skammdeginu gefur garðinum nýtt útlit

Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga. Halda áfram að lesa

Lýsing í garðinn

Vel heppnuð lýsing í garðinum skapar notalega stemningu.

Nú er mesta skammdegi ársins og þá er lýsing okkur afar hugleikin, jafnt innandyra sem utan.

Í fallegum garði má skapa nýjar víddir og áhrif utandyra með fallegri lýsingu. Njóta má garðsins jafnt innan úr húsi sem og auka ánægju vegfarandans á ferð sinni um hverfið á dimmum árstíma eða að kvöldi til.

Gott er að spyrja sig hvar viðbótarlýsing getur verið gagnleg í myrkri.  Þá er hægt að íhuga hvernig má lýsa upp þau svæði ásamt því að draga athyglina að uppáhalds svæðum garðsins eða uppáhalds plöntum eða trjám. Halda áfram að lesa