Greinasafn fyrir merki: Einbýlishúsalóð

Einbýlishúsagarður endurnýjaður

Eigendur þessarar lóðar veittu góðfúslegt leyfi til þessarar birtingar og þökkum við kærlega fyrir það 🙂

Í nóvember 2018 fyrir tveimur árum óskuðu nýir eigendur eftir nýju skipulagi fyrir garðinn sinn, í ljós kom að ýmsum trjám og runnum mátti halda en taka önnur og bætt var við dvalarsvæðum og gróðurhúsi ásamt því að ná fram betra skjóli. Hér má sjá garðinn fyrir og eftir breytingar sem urðu nánast eins og upphaflega var lagt af stað með. Reynt var að halda í og vinna með það sem fyrir var eftir bestu getu og sýna nýjar myndir garðinn nú í sumar 2020 og er hann orðinn sannkallaður listigarður, ekki síst fyrir tilstilli eljusemi eigenda.

Aðkoma fyrir breytingar
Aðkoma eftir breytingar – sorptunnur færðar fjær að bílastæði, hlaðinn veggur endurnýjaður ásamt gróðri.
Aðalaðkoma í garðinn fyrir breytingar.
Eftir breytingar – þrep stækkuð og gróðurbeð grisjað og minnkað og steinhlaðið.
Fyrir breytingar neðan við hús.
Eftir breytingar – sorpgeymslu komið fyrir hjá aukabílastæði og aðkoma að kjallara og neðan lóðar lagfærð, ásamt skjólvegg fyrir betra næði innan lóðar.
Fyrir breytingar á neðri hluta lóðar
Eftir breytingar – neðri hluti lóðar afmarkaður frá efri lóð með hlöðnum vegg og skjólvegg til að útbúa gott dvalarsvæði á miðri lóð við gróðurhús.
Einnig er gengt upp á efri lóð þessa leið með tröppum fyrir enda skjólveggjar.
Fyrir breytingar – steinhlaðnar tröppur fá að halda sér ásamt hlöðnu beði hægra megin
Efri lóð eftir breytingar sama svæði – gott dvalarsvæði, gamlar steinhleðslur fá að halda sér sem mynda tröppur upp á efri lóð ásamt hleðslu við gróðurbeð.
Hlaðið gróðurbeð milli dvalarsvæða
Fyrir breytingar – aðkoma að litlu dvalarsvæði sem týnst hafði í vanrækslu fær endurnýjun lífdaga
Eftir breytingar hellulagður stígur inn að litla dvalarsvæðinu, með því að taka runna kringum steinhleðsluna innst nýtur sólar betur á dvalarsvæðinu.
Eftir breytingar gamla steinhleðslan heldur sér en hreinsuð og lagfærð og útbúið þetta notalega dvalarsvæði með hellulögn í miðju, einnig er gengt niður á þetta litla svæði frá efri lóð eftir gömlum steinhlöðnum þrepum.
Sjónarhorn að stærra dvalarsvæði frá því litla með aðgengi eftir gömlu steinþrepunum.
Fyrir breytingar sama grenitré lengst til vinstri, ösp er fjarlægð ásamt nokkrum runnum en Sýrenur fá að halda sér.
Horft yfir sama svæði eftir breytingar – dvalarsvæðin tvö á miðju lóðar
Sama sjónarhorn fyrir og eftir breytingar – grasflöt sléttuð og rýmkuð. Runnum fækkað og sýrenur njóta sín betur.
Fyrir breytingar horft að götu.
Eftir breytingar – trjám fækkað og beð við götu minnkað. sem og við hús.
Fyrir breytingar – steinhleðsla við litla dvalarsvæðið
Eftir breytingar – litla dvalarsvæðið hellulagt, hreinsuð steinhleðslan með ýmsum fjölæringum og gróður fjarlægður fyrir ofan hleðsluna framan við limgerði en möl og stiklum komið fyrir til að bæta aðgengi um garðinn.

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa