Greinasafn fyrir merki: Dvalarsvæði

Viðtal í garðablaði Morgunblaðsins

þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.

Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.

Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.

@jaxhandverk útihúsgögn

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa