Greinasafn fyrir merki: Bílastæði

Hönnun og skipulag bílastæða hefur áhrif á hegðun fólks.

bad-parking

Myndin er ekki fengin úr rannsókninni og tengist henni ekki 😉

Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa

Hræðileg byggingarslys.

Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.

5r

Svartholsrennibraut?

Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum  en önnur  getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.

Í  Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum!   Halda áfram að lesa

Vandræða borgarrými breytt í iðandi mannlíf

Afgangsrými í New York breytt í iðandi mannlíf.

Í Brooklyn, New York á svæði þar sem var að finna slæm gatnamót illa fær gangandi fólki vildi hópur fólks breytingu á. Nokkrir búðareigendur og borgarstarfsmenn hverfisins tóku sig til og lokuðu litlum götubút til að koma fyrir trjám í kerjum, stólum og borðum þar sem áður var bílastæðakös.

Staðurinn varð fljótlega iðandi af mannlífi sem leiddi til þess að neikvæð starfsemi sem hafði þrifist þar áður eins og eiturlyfjasala, vændi og fleira lagðist af.  Þannig leystist það vandamál af stjálfu sér og glæpir lögðust af á svæðinu því það varð mun betur mannað og vaktað vegna þessa huggulega torgs.

Einföld lausn.