Greinasafn fyrir merki: Almenningsgarður

Stólpa eða stauragirðing

Parque Tony Gallardo – inngangurinn í garðinn

Inngangurinn í garðinn

Á Kanarí er að finna girðingu umhverfis garðinn „Parque Tony Gallardo“ sem er áhugaverð því hún samanstendur af steyptum stólpum allan hringinn. Þeir eru með viðarmynstri. Stólparnir eða staurarnir eru eru breiðari á einni veginn og með því að snúa þeim mismunandi fæst skemmtileg hreyfing á röð þeirra. Þeir eru rúmlega tveir metrar á hæð.

Hér má sjá hvernig mynstur fæst á girðinguna með því að einfaldlega að snúa breidd staurunum mismunandi.

Hér sést vel viðarmynstrið á steypunni og einnig hvernig breiðar hluti stauranna vísar stundum út og stundum á hlið.

Á einum stað er glergluggi inn á milli í girðingunni og þar sést vel hve breiður breiðari hluti stauranna er en þar hefur einnig verið komið fyrir sæti til að tilla sér á.

Við ströndina á San Augustin er að finna þessa skemmtilegu girðingu úr stauratimbri. Þar er einnig sama aðferð notuð. Þannig er hver staur stakur steyptur niður og snúið mismunandi þar sem önnur hliðin er breiðari en hin.

Hér sést vel hversu skemmtileg hreyfing fæst á girðingu af þessu tagi.

Hvers vegna botnþekjandi gróður?

Undirgróður eða þekjugróður í beðum er varanlegasta leiðin til að útiloka illgresi og því er lykilatriði að ná að skapa þétta gróðurþekju í plöntubeðum. Nái gróðurinn að þekja allt beðið þarf lítið að hafa fyrir illgresinu sem nær þá ekki að spíra í skugganum sem af þessu hlýst og verður undir í samkeppninni. Hægt er að ná fram góðri botnþekju með ýmsum gróðri, bæði runnum og fjölæringum.

Himalajaeinir og Dögglingskvistur þekja vel.

Ýmsir runnar eru breiðvaxnari neðan til en aðrir eins og Alparifs, Hélurifs og Kirtilrifs en einnig Birkikvistur, Dögglingskvistur og Japanskvistur. Þá mynda Glæsitoppar og Glótoppar, Myrtuvíðir og Reyniblaðka líka góða botnþekju sem og jarðlægir runnar eins og Einir, Skriðmispill, jarðlæg Runnamura og Himalajaeinir sem þekur vel.

Íslenskur einir og Japanskvistur hafa myndað góða botnþekju.
Þetta limgerði úr Dögglingskvist hefur alveg náð að loka beðinu.

Eigi plöntur að geta útilokað illgresið verða þær að búa yfir a.m.k. einhverjum og helst flestum af eftirfarandi kostum:

• Að vera fljótar til á vorin – jafnfljótar eða fljótari en illgresið

• Að geta breitt úr sér hratt og þakið stóran flöt

• Að vera fremur skuggþolnar

• Að vera lengi að fram á haustið

Margir fjölæringar eru góðir til að ná þéttri botnþekju, það eru auðvitað breiðvaxnir og jarðlægir eins og Nálapúði, Músagyn, Dvergavör, Postulínsblóm og ýmsir hnoðrar en einnig skuggþolnir eins og Ilmgresi Spessart og Stemma, Fagurblágresi, Nýrnajurt, Dílatvítönn.

Hér má sjá hvernig Ilmgresið hefur náð að harðloka beðinu umhverfis tréð.
Það er einnig nánast sígrænt svo þá á illgresið engan möguleika.

Hnoðrar þekja líka vel og má næstum „teppaleggja“ beð og garða með þeim þar sem þeir fá að vera í friði.

Við rákumst á þessa fallegu hnoðrabreiðu í einkagarði í Hafnarfirði.

Yfirborðsefni í beðin. Þar sem ekki er hægt að koma við botnþekju með gróðri eða fyrst á meðan gróðurinn er að taka við sér mætti nýta yfirborðsefni í beðin eins og líst er hér neðar. Áður en yfirlag er lagt á er nauðsynlegt að skera og hreinsa kanta vel, fjarlægja illgresi í beði og í kringum rótarháls plantna.

Sandur – Áður en sandur er lagður í beðin má þekja jarðveginn með jarðvegsdúk eða dagblöðum. Leggja þarf sandinn út í a.m.k. 10 cm jöfnu lagi (sandur má ekki vera skarpur). Gott er að bæta við sandlagið 2-3 cm annað hvert ár.

Trjákurl – Leggja þarf út 5 cm lag af moltu eða bera á með Blákorni (2 kg./100 ferm.). Kurlið lagt út í jöfnu lagi 7-12 cm allt eftir grófleika. Því grófara kurl, því þykkara má lagið vera. Bæta þarf við kurlið annað hvert ár.

Molta – Leggja þarf moltuna út í 10 cm jöfnu lagi. Gott er að bæta við moltulagið ca 2-3 cm hvert ár.

Nýslegið grasyfirlag – Gras lagt yfir flötinn í 10 cm jöfnu lagi. Bæta má í eftir því sem lagið þynnist. Gagnlegt að nýta grasið svona á stöðum eins og skjólbeltum eða í stærri beð sem eru nokkuð hulin stórum gróðri, þar sem þetta lítur kannski ekkert sérlega vel út.

Heimildir:

http://landbunadur2.lbhi.is/yndisgrodur/Notkun.aspx

Áhrif frá Víetnam í landslagsmótun í Evrópu?

Landslagshönnun í Evrópu mótuð undir áhrifum frá Víetnam? Til að akuryrkja sé möguleg í bröttum hlíðum Víetnam hafa heimamenn frá örófi alda, hlaðið upp pöllum til að fá sléttlendi til ræktunar hrísgrjóna og er víst mikið sjónarspil allt árið um kring að fylgjast með litabreytingum ræktunar frá nýsprottnum til fullþroskaðra hrísgrjóna. Skærgrænir litir yfir í heiðgula. Úr lofti sjást svo skýrar línur eins og hæðarlínur á kortum.

Landslagshönnuðurinn Charles Jencks hefur hannað víða í Evrópu og einnig Suður Kóreu þar sem sjá má svipuð einkenni, eins og sést vel á meðfylgjandi myndum.

Cells of life eftir Charles Jencks í Jupiter Artland nærri Edinborg.
Byggt á forsögulegum landformum eins og Víetnam og víðar.
Northumberlandia, Newcastle, Englandi, hér breytir Charles Jencks ásamt konu sinni Maggie Keswick kolanámu í þetta undur. Opnum sárum eftir malargröft og námutöku má breyta í margt áhugavert eins og hér var gert.
Parco Portello almenningsgarður í Mílanó er einnig hannaður af Charles Jencks og Andreas Kipar. Hann var byggður yfir gamalt verksmiðjusvæði.

Eco-Geo park í Suður Kóreu 2013, eftur hönnuðina Lily og Charles Jencks.

Heimildir:

https://unusualplaces.org/the-garden-of-cosmic-speculation-in-scotland/ https://www.jupiterartland.org/artwork/cells-of-life. https://www.likealocalguide.com/milan/parco-portello. https://www.lilyjencksstudio.com/ljs-ecoline. https://www.tripadvisor.com/LocationPhotoDirectLink-g186525-d1786893-i105846582-Jupiter_Artland-Edinburgh_Scotland.html

Hlíðargarður falin perla í Kópavogi.

Horft niður eftir Hlíðargarði til suðurs,í fjarska sést íþróttahúsið Smárinn.

Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag?  Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi.  Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa

Gastankar í nýju hlutverki

Í Westerpark í Amsterdam hafa gamlir ónýttir gastankar fengið nýtt hlutverk, þeim hefur verið breytt í tjarnir.

Tjarnir með pöllum allt í kring fyrir göngusvæði sem minna á bryggju, en pöllunum hefur verið komið fyrir innan á veggjum tankanna og mynda veggirnir skemmtilega umgjörð utan um tjarnirnar.  Þegar sest er niður umvefja veggir tankanna mann ásamt gróðrinum í kring og er upplifunin ákaflega friðsæl maður gæti allt eins verið í eigin heimi.  Á heitum dögum er svalandi að sitja og kæla fæturna í vatninu. Halda áfram að lesa

High line garðurinn í New York dæmi um sérlega velheppnaða endurnýtingu.

Í New York hefur verið búinn til almenningsgarður á gömlum upphækkuðum flutningar-lestarteinum sem liggja eftir endilöngum vesturhluta Manhattan en þeir eru frá árinu 1934.

1960 eyðilagðist suðurhluti brautanna eins og sést á efstu myndinni og 1980 var farin síðasta flutningaferðin með frosna kalkúna.

Peter Obletz kom í veg fyrir að restin af teinunum yrði rifin og eftir enn frekari niðurníðslu brautarteinanna stofnuðu Joshua David og Robert Hammond íbúar samtök árið 1999 um varðveislu þeirra og lögðu til endurnýtingu á þeim sem opnum almenningsgarði. Halda áfram að lesa