Öðruvísi húsaklæðning.

Hver vill ekki hafa húsið sitt svona mjúkt og flaueliskennt?

Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið.   Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá  Weichlbauer Architects.  Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis. Halda áfram að lesa

Nokkrar útfærslur af hellum í grasi.

Fallegt fyrir augað og minnir óneitanlega á skákborðið alkunna.

Það er hægt að gera marga skemmtilega hluti með ekki flóknara efni en grasflöt og hellum.  Hellum er komið fyrir í grasflöt og verða þær þannig partur af henni eða til að auðvelda umgengni um hana t.d. í bleytu. Einnig er hægt að láta gras vaxa á milli hellna til að mýkja áferð og útlit þeirra. Halda áfram að lesa

Smágarðar

Unnið með smágarða

Sniðug hugmynd, þar sem gróðurbeðum má raða að vild og breyta til, aftur og aftur.  Lágvöxnum gróðri er komið fyrir í hverjum kassa, þeir eru svo á hjólum þannig að auðvelt er að færa þá til og raða upp á mismunandi vegu.  Ein tegund í einn tígullaga kassa sem svo mynda breiður af jarðlægum gróðri í ýmsum áferðum og mynstrum.  Það eru hönnuðirnir Legge Lewis og Legge sem eiga heiðurinn af þessari hugmynd en þeir starfa í New York og Austin í Texas. Þetta verk þeirra var á alþjóðlegu garðhátíðinni í Toronto í september 2010. Halda áfram að lesa

Lífræn bygging í Japan

Lífræn bygging í Osaka í Japan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Osaka í Japan er lífræn bygging hönnuð af ítalanum Gaetano Pesce. Útveggir byggingarinnar eru með útstandandi „vösum“ þar sem komið er fyrir gróðri og því myndast nokkurs konar lóðréttur garður þar sem pláss fyrir gróður er takmarkaður í borginni. Fyrir hönnuðinum vakti að gera bygginguna að áberandi kennileiti í borginni og það tókst. Halda áfram að lesa

Lóðréttur garður í Vietnam

Græn bygging í Vietnam, lóðréttur garður skýlir fyrir sól, hávaða og mengun.

Á plásslitlu svæði á Saigon í Vietnam var hannað hús handa 30 ára gömlu pari og móður þeirra. Það er einungis 4 metrar á breidd en alveg 20 metra hátt.  Útveggir þess að framan og aftan eru grænir, lóðréttir garðar.  Þar fyrir innan eru gluggar/hurðar svo gott sé að sinna „garðverkunum“. Innveggir eru fáir sem engir og því er útsýnið óhindrað að gróðrinum hvaðan sem er úr húsinu. Halda áfram að lesa

Leikvöllur upp á þaki, óvenjuleg staðsetning.

Leikvöllur á þaki húsa í Nörrebro í Kaupmannahöfn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Norrebrö hverfi í Kaupmannahöfn er ekki vítt á milli húsa og því var fundið upp á því að útbúa leikvöll upp á þaki húsa. Þar var hægt að koma fyrir rúmgóðum sparkvelli, grassvæði og sólaraðstöðu, enda gætir þar sólar allan daginn eða mun lengur en í þröngum húsasundunum. Halda áfram að lesa

Magnaðir þakgarðar í Singapore.

Eru þakgarðar það sem koma skal til að fjölga grænum svæðum í þéttbyggðum borgum?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er flott hugmynd að marghæða húsi, þar sem hver hæð hefur sinn einkagarð. Íbúar þeirra upplifa sig eins og þeir búi í einbýli á jarðhæð þegar horft er út um gluggann. Húsið fellur vel að garðinum og ekki hægt að sjá annað en grænan garð án byggingar úr lofti. Halda áfram að lesa