Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag 🙂 Virkilega flott verkefni!
Í síðustu grein okkar „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku.
Búið er að senda inn umsókn til EuroVelo sem mun vonandi vera samþykkt sem fyrst.
Markmið þessara verðlauna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.