Koparreynir í limgerði

Koparreynirinn hér tekur sig vel út þakinn hvítum berjum.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli.

Við innganginn í grasagarð Reykjavíkur er fallegt limgerði úr Koparreyni.

Koparreynirinn kemur einnig mjög vel út í limgerði við innganginn í grasagarð Reykjavíkur.

Koparreynir (lat. Sorbus koehneana eða Sorbus frutescens) er runnvaxinn reynir með útsveigðar greinar. Fallega fjaðurskipt blöð sem minna á blöð Ilmreynis en nokkuð fíngerðari. Þau fá á sig koparslikju síðla sumars eru enn rauðari en Ilmreynir á haustin og með hvít ber sem standa langt fram á vetur. Blómin hvít í júní. Hæð 2-4 metrar. Harðgerður runni sem spjarar sig vel í skjólgóðum görðum. Athyglisvert er hversu auðvelt virðist að halda limgerðinu mjóu sem hentar þá vel þar sem pláss er af skornum skammti.

Hér sjást vel fínleg fjöðruð blöðin ásamt hvítum berjum.

Hér sést vel hversu mjótt limgerði úr Koparreyni getur verið.

 

Þetta limgerði fær aðeins meira pláss eins og það er formað hér en svona tekur það samt ekki meira pláss en venjuleg limgerði.

Örfáum dögum síðar voru komnir áberandi haustlitir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fínlegt limgerði úr Koparreyni í Fossvogi á leið í haustbúning.

 Heimildir: http://www.rettarholl.is/runnar.html og   http://k-sql.lbhi.is/yg/
http://www.blomaval.is/index.aspx?GroupId=301