Viðskiptavinur okkar sendi okkur þetta skemmtilega myndband af garðinum eftir framkvæmdirnar og þökkum við kærlega fyrir það, virkilega gaman að sjá afraksturinn og óskum honum og fjölskyldunni til hamingju með flottan garð og vel unnið verk.
Fjölskyldan vildi gjarnan fá betri nýtingu út úr garðinum og ákveðið var að setja skjólvegg allan hringinn til að fá meira næði og einnig svo fótboltaleikir barnanna haldist innan lóðar. Skyggni milli veggja í skoti nýtist svo betur sem dvalarsvæði en þar mun einnig verða útgengt í garðinn úr baðherbergi svo ákveðið var að sleppa útisturtunni.