Með góðfúslegu leyfi viðskiptavina fengum við að birta myndir fyrir og eftir endurhönnun garðsins þeirra. Miklar breytingar og eins og sjá má af myndunum tókst vel til. Umhverfis.is sá um hönnunina. Greinilegt er að þeir sem sáu um framkvæmdina sjálfa hafa vandað mjög til verka. Glæsilegt!
Garðurinn var endurskipulagður með betri afmörkun og opnari dvalarsvæðum. Hér á eftir eru myndir fyrir og eftir breytingar. Fyrst má sjá aðkomuna sem var endurnýjuð og þar var útbúið morgundvalarsvæði ásamt nýjum beðum og sorpgeymslu. Gróður er einnig endurnýjaður að mestu á efri hluta lóðar.
Innilega til hamingju með fallega garðinn ykkar 🙂