Garður endurhannaður í Kópavogi

Með góðfúslegu leyfi viðskiptavina fengum við að birta myndir fyrir og eftir endurhönnun garðsins þeirra. Miklar breytingar og eins og sjá má af myndunum tókst vel til. Umhverfis.is sá um hönnunina. Greinilegt er að þeir sem sáu um framkvæmdina sjálfa hafa vandað mjög til verka. Glæsilegt!

Vinnuteikning

Garðurinn var endurskipulagður með betri afmörkun og opnari dvalarsvæðum. Hér á eftir eru myndir fyrir og eftir breytingar. Fyrst má sjá aðkomuna sem var endurnýjuð og þar var útbúið morgundvalarsvæði ásamt nýjum beðum og sorpgeymslu. Gróður er einnig endurnýjaður að mestu á efri hluta lóðar.

Aðkoma fyrir endurnýjun var of þröng fyrir gangstíg meðfram bílaplani
Hér hefur tekist vel til með glæsilegri aðkomu og fallegum gróðri. Eftir breytingar er aðkoma gangandi skýr og afmörkuð frá bílaplani. Beðin eru afmörkuð með hleðslusteinum og beð við götu er einnig hækkað upp
Aðgengi gangandi afmarkað frá bílastæði og soprgeymslan verður minna sýnileg frá morgundvalarsvæði með beðastaðsetningu.
Svæðið upp við hús nýttist ekki sem dvalarsvæði fyrir endurnýjun.
Nú er morgunsvæði upp við hús afmarkað með beðum og mikið notað á blíðviðrisdögum eftir breytingar.
Beð lokar af bílastæði og bílaplan frá dvalarsvæði upp við hús.
Aðgengi niður á vesturlóð fyrir endurnýjun.
Aðgengi niður á neðri lóð nú, neðri pallur breikkaður alveg að grjóthleðslu og klöpp.
Suðurlóð og pallur fyrir breytingar.
Reynirinn fékk að vera áfram og fær nú að njóta sín á nýja stækkaða pallinum og lóðin er afgirt frá nágrannalóð.
Vesturlóð fyrir breytingar, grindverk lokar pallinn af frá grasflöt sem gerir minna úr lóðinni.
Suðvesturlóðin er nú orðin afgirt frá nágrannalóð og grasflötin sem hefur verið hækkuð er nú opin upp á pallinn.
Horft upp á efri lóð fyrir breytingar.
Fallegt holtagrjótið nýtur sín vel innan um lággróðurinn og pallurinn er nú sniðinn að grjóthleðslu og klöpp.
Eigendur ákváðu að setja matjurtakassa nær húsi sem kemur einstaklega vel út í svörtum trékössunum.

Innilega til hamingju með fallega garðinn ykkar 🙂