Lautarferð í hádeginu í miðri stórborginni.

Í þessari stóru fyrirtækjabyggingu í hjarta Chicago er að finna þakgarð á sjöundu hæð. Hann skartar þessum glæsilegu trjám og hér geta starfsmenn komist aðeins út undir bert loft í hádegishléinu sínu og andað að sér smá grænu í öllum grámanum til að næra sálina fyrir áframhaldandi inni vinnu.  Græn þök og meiri gróður í stórborgir skiptir miklu máli til að kæla borgir niður þar sem vaxandi hiti er orðið vandamál.

Í Chicago er markvisst unnið að því að grænka borgina, t.d. með grænum þökum og á Michigan Stræti númer 900 hefur verið plantað blöndu af alls kyns grastegundum sem mynda skemmtilegt mynstur séð úr nærliggjandi hærri byggingum.

Hér sést vel hverju græn þök lægri húsanna breyta fyrir fólkið í hærri byggingunum, mismunandi tegundirnar eru vel hólfaðar niður og mynda þannig litamynstur.

Græna svæðið í nærmynd þar sem íbúar komast upp á þak og njóta gróðursins.

Á ráðhúsi Chicago má sjá villtari útfærslu af grænu þaki með yfir 100 tegundum.

 

 

Skemmtileg lausn þar sem útbúinn hefur verið garður fyrir eldri borgarana á 9. hæð í þjónustuíbúðablokk þar sem allir hafa möguleika á að komast út í smá náttúru.

Í skrautgarðinum á Clare Tower er tryggt aðgengi fyrir alla.

 

Myndir sóttar á vefsíðu: http://www.pbs.org/newshour/multimedia/chicago/7.html