Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar

Nýsköpunarverðlaun námsmanna

hjolaleidir_a_islandi_eva_dis_og_gisli_rafn1Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag  🙂  Virkilega flott verkefni!

Í síðustu grein okkar  „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku.  Halda áfram að lesa

Ísland á kort EuroVelo.

EuroVeloSíðasta sumar var unnið að því að vega og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins með það að markmiði að koma einni leið á Íslandi inn á þeirra kort. EuroVelo heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Í dag eru 14 leiðir skráðar hjá þeim. Verkefnið er nýsköpunarverkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna og EFLU verkfræðistofu og unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur. Ferðamálastofa hefur tekið að sér að fóstra verkefnið og hefur hún ásamt Landssamtökum hjólreiðamanna og öðrum hagsmunaaðilum sent umsókn til EuroVelo fyrir Íslands hönd, þar sem gögn nýsköpunarverkefnisins eru nýtt.  Halda áfram að lesa

Hræðileg byggingarslys.

Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.

5r

Svartholsrennibraut?

Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum  en önnur  getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.

Í  Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum!   Halda áfram að lesa

Vinningstillagan Perlufesti í Öskjuhlíð.

Megum til með að hrósa og benda á tillöguna sem vann samkeppni Reykjavíkurborgar um útivistarsvæði Öskjuhlíðar, framtíðarsýn og -skipulag þess.

Vinningshafar eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi en þau unnu tillöguna.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Áhersla er lögð á að halda í svæðið eins og það er en tengja það betur innbyrðis sem og við nágrenni þess. 7 geislar eru myndaðir út frá Perlunni á toppnum með misbröttum stígum en á aðalstígnum Suðurás er minnsti brattinn þar sem sjónlína opnast niður að sjó sem endar í útsýnispalli út yfir sjávarkletta sem eru friðlýstar jarðfræðiminjar. Brattasti stígurinn er suðvesturásinn nefndur metorðastigi þar sem á leiðinni eru ýmsar áskoranir, líkamlegar og andlegar í gegnum skóginn þar sem hann er þéttastur og ævintýralegastur. Halda áfram að lesa

Ferðamannastaðir, hvað er til ráða?

Margt er verið að skoða í sambandi við ferðamannastaði, til að standa straum af kostnaði sem snýr að viðhaldi helstu náttúruperla okkar þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á síðustu misserum. Þessum aukna fjölda sem spáð er að muni vaxa áfram næstu ár, fylgir aukinn átroðningur og umferð um viðkvæma náttúru okkar. Þar eru ærin verkefni við skipulagningu og úrræði til að hægt verði að fara áfram um þessi svæði og að þau haldi áfram verðgildi og sérstöðu sinni.

Hér verða nefnd nokkur atriði sem okkur þóttu áhugaverð af fyrirlestrum og ráðstefnum sem við sóttum á síðustu mánuðum.  Halda áfram að lesa

Koparreynir í limgerði

Koparreynirinn hér tekur sig vel út þakinn hvítum berjum.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli. Halda áfram að lesa

Langfyrstur með haustliti

Fjallareynir kemur langfyrstur með haustliti sína og sker sig úr í grænu umhverfinu.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar mátti sjá þennan ótrúlega fallega Fjallareynir í dag.  Hann sker sig vissulega vel úr nærliggjandi gróðri, þar sem hann er langfyrstur til að koma með svona gríðarlega áberandi haustlit.  Þessi tegund er með þeim fyrstu af Reynifjölskyldunni að fá haustliti, nafnið er Fjallareynir og á latínu Sorbus commixta.  Verið er að rækta þessa tegund og verður hún því áberandi í borginni á komandi árum. Halda áfram að lesa

Vel heppnuð Asparklipping.

Hér hefur tekist vel til við minnkun og klippingu aspa.

Á einni göngu minni um borgina nánar tiltekið í Stekkjarhverfi í Breiðholti rakst ég á þessar fallegu aspir. Margir stríða við ofvöxt aspa og hér er gott dæmi þar sem vel hefur tekist að minnka þær. Nú mynda þær fallega mótaðar kúlur um tveimur árum eftir klippingu. Vopnið er áræðni, þor og þolinmæði 🙂  svo er bara að halda þeim í horfinu.  Þetta er ein hugmynd um hvað hægt er að gera þegar aspir hafa tekið yfir garðinn og eru orðnar miklu stærri en til stóð. Halda áfram að lesa