Greinasafn eftir: Auður

Jólaljósin í garðinum

Falleg jólalýsing í skammdeginu gefur garðinum nýtt útlit

Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga. Halda áfram að lesa

Hvar á að leggja hjólunum?

Hjólageymsla í Amsterdam, hreinn urmull af hjólum. Lendum kannski seint í þessum vandræðum hér á landi.

Þegar hjólandi vegfarendum fjölgar þarf að finna hjólunum stæði svo þau trufli ekki akandi eða gangandi umferð. Einnig er vissara að geta læst hjólhestunum við eitthvað kyrfilegt svo þeir hlaupist ekki á brott. Halda áfram að lesa

Lýsing í garðinn

Vel heppnuð lýsing í garðinum skapar notalega stemningu.

Nú er mesta skammdegi ársins og þá er lýsing okkur afar hugleikin, jafnt innandyra sem utan.

Í fallegum garði má skapa nýjar víddir og áhrif utandyra með fallegri lýsingu. Njóta má garðsins jafnt innan úr húsi sem og auka ánægju vegfarandans á ferð sinni um hverfið á dimmum árstíma eða að kvöldi til.

Gott er að spyrja sig hvar viðbótarlýsing getur verið gagnleg í myrkri.  Þá er hægt að íhuga hvernig má lýsa upp þau svæði ásamt því að draga athyglina að uppáhalds svæðum garðsins eða uppáhalds plöntum eða trjám. Halda áfram að lesa

Áningarsvæði í Fossvogi

Áningarsvæði í Fossvogi

Skemmtilegt hvernig hellulögn hefur verið látin ganga út á malbikaða göngustíginn til að vekja athygli vegfarenda á afmörkun áningasvæðis sem þar er boðið upp á.

Getur verið að það komi einnig blindum og sjónskertum til góða og auðveldi þeim að finna svæði við göngustíginn þar sem þeir myndu vilja á, á ferð sinni um dalinn? Halda áfram að lesa

Viðarklæddir göngustígar við hafið

Hafnarbakki í Vastra Hamnen í Malmö.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur hafnarbakki verið klæddur með viðarborðum. Myndaðir eru stallar sem hægt er að sitja á og horfa út á hafið. Viðarborðin á stöllunum snúa meðfram ströndinni en á pallinum næst hafinu snúa þau út á haf, kannski til að draga athygli fólks að hafinu. Viðurinn skapar skemmtilegt mótvægi við stórgrýtið í sjávarmálinu. Halda áfram að lesa

Salatið heima!

Hér er notaður hvítur dúkur sem skýlir vel en hleypir sól og regnvatni í gegn.

Heimaræktun þarf ekki að vera flókin og né taka mikið pláss, smá skjól fyrir kulda og vindi hjálpar og lengir ræktunartímann um nokkrar vikur jafnvel mánuði.  Ef pláss er ekki mikið er gagnlegt að nýta það vel með því að velja grænmeti sem tekur ekki mikið pláss og vex hratt, eins og til dæmis salat af ýmsum gerðum.  Klettasalat, Lollo rosso, Sinnepssalat, Landkarsa ofl.  Margar salat tegundir má byrja að nota eftir nokkrar vikur sem smáblöð og það margborgar sig, því svo fer vöxturinn í fullan gang.  Grænmetiskassi sem er 2-3 fermetrar getur vel dugað salatneyslu 5 manna fjölskyldu heilt sumar eða þar til fer að frysta, það er prýðileg búbót í því og svo er það alltaf ferskt! Halda áfram að lesa

Gastankar í nýju hlutverki

Í Westerpark í Amsterdam hafa gamlir ónýttir gastankar fengið nýtt hlutverk, þeim hefur verið breytt í tjarnir.

Tjarnir með pöllum allt í kring fyrir göngusvæði sem minna á bryggju, en pöllunum hefur verið komið fyrir innan á veggjum tankanna og mynda veggirnir skemmtilega umgjörð utan um tjarnirnar.  Þegar sest er niður umvefja veggir tankanna mann ásamt gróðrinum í kring og er upplifunin ákaflega friðsæl maður gæti allt eins verið í eigin heimi.  Á heitum dögum er svalandi að sitja og kæla fæturna í vatninu. Halda áfram að lesa

High line garðurinn í New York dæmi um sérlega velheppnaða endurnýtingu.

Í New York hefur verið búinn til almenningsgarður á gömlum upphækkuðum flutningar-lestarteinum sem liggja eftir endilöngum vesturhluta Manhattan en þeir eru frá árinu 1934.

1960 eyðilagðist suðurhluti brautanna eins og sést á efstu myndinni og 1980 var farin síðasta flutningaferðin með frosna kalkúna.

Peter Obletz kom í veg fyrir að restin af teinunum yrði rifin og eftir enn frekari niðurníðslu brautarteinanna stofnuðu Joshua David og Robert Hammond íbúar samtök árið 1999 um varðveislu þeirra og lögðu til endurnýtingu á þeim sem opnum almenningsgarði. Halda áfram að lesa