Markmið samkeppninnar var að fá tillögur að áhugaverðum áningarstað í Þjóðskóginum á Laugarvatni, sem jafnframt gæti orðið kennileiti fyrir þjóðskóga Skógræktar ríkisins víða um land. Áningarstaðurinn á að vera aðgengilegur öllum, gera heimsóknir í skóga þægilega og áhugaverða upplifun og vera í góðri tengingu við umhverfi skóganna, gönguleiðir, skógarstíga og leiksvæði. Einnig á hann að vera gerður af hugkvæmni úr innlendum trjáviði, hagkvæmur í uppsetningu og viðhaldi. Verkefnið hlaut fjárhagsstuðning frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir: Auður
Vandræða borgarrými breytt í iðandi mannlíf
Í Brooklyn, New York á svæði þar sem var að finna slæm gatnamót illa fær gangandi fólki vildi hópur fólks breytingu á. Nokkrir búðareigendur og borgarstarfsmenn hverfisins tóku sig til og lokuðu litlum götubút til að koma fyrir trjám í kerjum, stólum og borðum þar sem áður var bílastæðakös.
Staðurinn varð fljótlega iðandi af mannlífi sem leiddi til þess að neikvæð starfsemi sem hafði þrifist þar áður eins og eiturlyfjasala, vændi og fleira lagðist af. Þannig leystist það vandamál af stjálfu sér og glæpir lögðust af á svæðinu því það varð mun betur mannað og vaktað vegna þessa huggulega torgs.
Einföld lausn.
Limgerði af ýmsum toga.
Margar gerðir eru til af limgerðum, klippt og óklippt, mismunandi tegundir gera þau ólík en margt þarf að hafa í huga þegar útbúa skal limgerði. Hversu mikið er plássið? Hversu hátt þarf/má það verða, sól/skuggi og ýmislegt fleira. Halda áfram að lesa
Lautarferð í hádeginu í miðri stórborginni.
Í þessari stóru fyrirtækjabyggingu í hjarta Chicago er að finna þakgarð á sjöundu hæð. Hann skartar þessum glæsilegu trjám og hér geta starfsmenn komist aðeins út undir bert loft í hádegishléinu sínu og andað að sér smá grænu í öllum grámanum til að næra sálina fyrir áframhaldandi inni vinnu. Græn þök og meiri gróður í stórborgir skiptir miklu máli til að kæla borgir niður þar sem vaxandi hiti er orðið vandamál. Halda áfram að lesa
Magnað manngert landslag í Vietnam
Frá örófi alda hafa Vietnamar ræktað landið sitt og snemma hafa þeir farið að byggja upp og hlaða veggi til að mynda flatlendi fyrir hrísgrjónaræktina einnig í fjallahluta landsins. Þar sem landið er að miklum hluta fjöll og minni hluta flatlendi hafa þeir neyðst til að búa til meira ræktunarland með þessum hætti. Ótrúlegt er að hugsa til þess hve mikil vinna hefur farið í gerð þessa ræktunarlands því varla hefur verið að hægt að koma við vélum þó þær hefðu verið til á þeim tíma. Halda áfram að lesa
Elliðadalur fræðandi útivistarparadís borgarbúa.
Í Elliðaárdalnum hefur verið komið fyrir fallegum og gagnlegum fræðsluskiltum fyrir áhugafólk um fugla og ýmsar menningarminjar sem í dalnum finnast. Nýjasta skiltið er sérstaklega fyrir áhugafólk um fugla og er eitt staðsett við efstu trébrúnna fyrir neðan stíflu. Bent er á bestu staði í dalnum til að skoða fugla og fleira fræðandi er varðar fuglalíf í dalnum. Þetta er verkefni sem var valið í íbúakosningum úr innsendum hugmyndum 2012 í betri hverfi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Í þetta verkefni var veitt ein milljón króna og var það sett upp í febrúar 2013. Halda áfram að lesa
Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.
Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til. Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið. Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa
Hlíðargarður falin perla í Kópavogi.
Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag? Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi. Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa
Stiklur í garðinn þinn.
Endalausir möguleikar eru á útfærslum á stiklum í garðinn. Ýmist settar í möl eða grasflötina. Einnig er efni stikla margvíslegt, viður, steyptir plankar og hellur af óteljandi stærðum og gerðum. Halda áfram að lesa
Öðruvísi húsaklæðning.
Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið. Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá Â Weichlbauer Architects. Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis. Halda áfram að lesa