Greinasafn eftir: Auður

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa

Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa

Fjölbreytilegir áningastaðir í borgarlandi

Gangandi og hjólandi vegfarendur njóta góðs af fjölbreyttum áningastöðum víðs vegar um borgina. Fyrir ýmsa, eldra fólkið og fólk með skerta hreyfigetu skiptir miklu máli að hafa áningastaði og bekki sem víðast, helst með ekki lengra millibili en 100 m.

Hér getur að líta ýmsar útfærslur sem má finna víða.

IMG_1705

Innan garða borgarinnar eru víða bekkir.

2014-09-25 11.57.44

Hvíldarsvæði með einfaldari bekkjum.

Reiðhjólastandur og vörn gegn umferð inn á áningarsvæðið.

Hvíldarstaður fyrir hjólandi og gangandi með nesti.

Röndin minnir á hve freystandi er að hvíla lúin bein.

Áningarstaður með hefðbundnum borgarbekkjum.

Hér sést hvað látlaus steinhleðslan afmarkar fallega útskotið.

Látlaus steinhleðsla afmarkar bekkina.

 

Borð með bekkjum og jafnvel yfirbyggt skýli.

IMG_1719

Skrautleg borð og bekkir.

Æfingatæki finnast einnig í tengslum við áningasvæðin.

Æfingatæki finnast einnig í tengslum við áningasvæði.

Halda áfram að lesa

Sveit í borg – grænu svæði borgarinnar

Göngustígur í miðju borgarlandi.

Göngustígur í miðju borgarlandi.

 

Plöntur eru vel merktar til fróðleiks.

Í Fossvogsdal eru nokkrir stígar sem liggja í gegnum þéttan gróður. Þegar gengið er um stígana gleymist jafnvel að þeir séu í miðri borginni. Það er sérlega ánægjulegt þegar ekki þarf að fara langt frá heimili sínu, þó inn í miðri borg sé, til að upplifa sig í guðs grænni náttúrunni.

Í kringum stígana er að finna fjölbreyttar tegundir og yrki, trjáa og runna. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim reiðir af ár frá ári eftir veðurfari og árstíðum. Merkingar hjálpa áhugafólki að læra og kynna sér tegundir.

 

 

 

Blóðheggur

Blóðheggur.

Halda áfram að lesa

Nýjasta nýtt frisbígolfvöllur í Fossvogi

Frisbígolfvöllur í Fossvogi

Glöggir vegfarendur í Fossvogsdal hafa líklega tekið eftir nýjum búnaði sem dúkkað hefur upp síðustu daga, en það er frisbígolfvöllur með 9 körfum. Hér er á ferðinni sívaxandi íþrótt þar sem haldnar eru keppnir nokkrum sinnum yfir árið. Í byrjun september verður svo haldið Íslandsmót. Frisbígolfsamband Íslands var stofnað árið 2005 en sumarið 2000 var settur upp fyrsti 9 holu völlurinn á Úlfljótsvatni með heimasmíðuðum plasttunnum. Þeim var síðan skipt út fyrir alvöru körfur sem eru þar í dag. Í júlí 2003 var settur upp 9 holu völlur í Grafarvogi með alvöru körfum. Hann var síðar stækkaður í 18 holur. Þar er nú stærsti völlur landsins með mjög fjölbreyttum brautum.  Halda áfram að lesa

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa

Garðurinn skipulagður

Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna, grasflötin góða.

Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram í garðræktun.

Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?

Stór pallur til að taka á móti stórfjölskyldunni í garðveislu og pottapartý.

Stóran pall fyrir stór matarboð í garðveislu og pottapartý, eða viljum við hafa rýmin minni?

Hér er ró og næði og gott skjól.

Hér er ró og næði og gott skjól.

 

 

 

Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til?  Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur?  Viljum við heitan pott?

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

 

 

 

 

 

 

 

Viljum við hafa möguleika á heimaræktun?  Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna.  Í sér beðum, pottum eða kerjum.

Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.

 

Hlýir straumar náttúru og mannlífs á Geysissvæðinu.

Geysisteikning

Glæsileg tillaga Landmótunar  Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Alls bárust 14 tillögur og var mikill einhugur hjá dómnefndinni um vinningstillöguna. Halda áfram að lesa

Hönnun og skipulag bílastæða hefur áhrif á hegðun fólks.

bad-parking

Myndin er ekki fengin úr rannsókninni og tengist henni ekki 😉

Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa

Nýsköpunarverðlaun námsmanna

hjolaleidir_a_islandi_eva_dis_og_gisli_rafn1Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag  🙂  Virkilega flott verkefni!

Í síðustu grein okkar  „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku.  Halda áfram að lesa