Fallegt nýtt torg í Svíþjóð.

Hermods-Plats_001

Hér er dæmi um vel heppnaða hönnun, torgið „Hermods plats“ er staðsett í Klagshamn í Svíþjóð.  Aðalhönnuður er Mandaworks og er þetta þeirra fyrsta fullunna verk en torgið var fullklárað í fyrra sumarið 2013. Torgið myndar miðju nýs íbúðahverfis, sem er úthverfi af gamla bæ Klagshamn. 

Hermods-Plats_004

Hermods-Plats_002

Klagshamn bærinn er staðsettur í afar fallegu landslagi þar sem er að finna fjölbreytt náttúruleg svæði sem einkenna landslag Skånar. Kalksteinn var unnin í nágrenninu frá seinni hluta 1800. Bærinn myndaðist í kringum þá námavinnu. Áhugi á bænum hefur aukist á síðustu árum sem laðar að nýja og yngri íbúa og þeir blása auknu lífi í bæinn. Torgið er opinbert svæði sem er ætlað að tengja betur saman bæinn ásamt því að styrkja ímynd hans. Torgið býður upp á aukna hreyfingu og samveru íbúa ásamt því að efla samfélagsvitund þeirra.

Hermods-Plats_0051Hönnunin er innblásin af nágrenni bæjarins, kalksteini sem þar finnst og spilar hann stórt hlutverk. Í kringum nokkur svæði er komið fyrir bekkjum á jaðri upphækkaðra steinbeða, þar er hægt tilla sér og virða fyrir sér samspil nýja íbúðarhverfisins og gamla bæjarins.

Í hönnuninni er ákveðin hreyfing á milli svæða sem stuðlar að auknum samskiptum íbúa.

Í hönnuninni er ákveðin hreyfing á milli svæða sem stuðlar að auknum samskiptum íbúa.

 

Torgið hjálpar upp á félagslega þáttinn þar sem ákveðin hreyfing er á milli svæða. Bogadregnir  misháir steyptir kantar með mismunandi tilgang mynda rýmin/svæðin. Mynstur afmarkar til að mynda: setsvæði, leiksvæði, kúluspilvöll (jeu de boule) og upphækkuð gróðurbeð með upprunalegum jurtum svæðisins.

 

Heimild: http://worldlandscapearchitect.com/hermods-plats-klagshamn-sweden-mandaworks/#.UupgWvZL7Gc  
Myndir: David Dudzik og Mandaworks