Langfyrstur með haustliti

Fjallareynir kemur langfyrstur með haustliti sína og sker sig úr í grænu umhverfinu.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar mátti sjá þennan ótrúlega fallega Fjallareynir í dag.  Hann sker sig vissulega vel úr nærliggjandi gróðri, þar sem hann er langfyrstur til að koma með svona gríðarlega áberandi haustlit.  Þessi tegund er með þeim fyrstu af Reynifjölskyldunni að fá haustliti, nafnið er Fjallareynir og á latínu Sorbus commixta.  Verið er að rækta þessa tegund og verður hún því áberandi í borginni á komandi árum.

Fallegir haustlitir.

Áberandi djúprauðir haustlitir. 

Sjá fleira um þessa tegund hér:  http://www.natthagi.is/fjallareynir.htm