Nýr garður frá grunni

Aðkoma og aðgengi upp á efri lóð

Þessi garður var ómótaður þegar skipulag og teiknivinna hófst að lokinni þarfagreiningu. Hér verður farið yfir útkomuna sem við óskum eigendum innilega til hamingju með og greinilegt að verkið hefur verið unnið af fagfólki frá a-ö enda mjög vel tekist að fylgja hugmynd að veruleika. Einnig þökkum við kærlega fyrir að fá að sýna hér þennan fallega garð.

Aðgengi að efri lóð – hugmynd í þrívíddarteikningu
Hugmynd að aðkomu lóðar
Austurlóð – aðkoma, garðkofi og sorpgeymsla
Vesturlóð – aðgengi frá efri lóð niður að bílaplani og aðkomu
Komið upp á suðurlóð
Suðurlóð

Á suðurlóð er timburpallur fyrir grill og góða borðaðstöðu ásamt heitum og köldum potti. Kringum pottasvæði er góður skjólveggur með fallegri lýsingu og þrepin eru einnig upplýst. Grasflöt er í kringum pallasvæði og er hún afmörkuð með hellum sem er bæði til prýði og nýtast einnig sem þrifkantur fyrir grassláttinn. Grjóthleðslan er svo upplýst að hluta sem bæði dregur athygli frá húsum í kring og undirstrikar náttúrulega fegurð hleðslunnar.

Grasflöt og grjóthleðsla fallega afmörkuð með hellurönd
Austurlóð – lyngtorf klæðir garðkofaþak
Horft til suðvesturs
Suðurlóð – hugmynd í þrívíddarteikningu
Grunnteikning

Hér fyrir neðan má sjá myndir þegar byrjað var að hanna garðinn og umhverfi hússins frá upphafi verks að verki í mótun.

Verk hafið – febrúar 2021
Garður ómótaður – vor 2020
Tilvonandi garður í suður
Garður austur – aðkoma og aðgengi á efri lóð