Mest áberandi tré haustsins

Reynir ´Dodong fær afar áberandi appelsínugula haustliti.

Í október skáru þessi tré sig mest úr í sínu umhverfi. Mjög falleg tré sem nutu sín til fulls. Þessar myndir voru teknar áður en fyrsta haustlægðin skók þau til.

Skinreynir, Sorbus ´Rehderiana fær afar áberandi fallega hárauðan haustlit.

Broddhlynur fær sérlega áberandi gula og appelsínugula haustliti.

Virginíuheggur ´Lúsifer fær mjög fallegan djúprauðan haustlit.

Kínareynir ´Sólon skartar þessum fallegu haustlitum jafnvel eftir fyrstu haustlægðina.

Þessi tré lífga upp á haustið.

Haustdýrð

Þegar fyrsta hressilega haustlægðin hefur síðan vaðið yfir landið fjúka flest haustlaufin af en þá stendur Sumareikin áberandi út úr vegna þess hve fallega græn laufin eru enn. Hún stendur laufguð mun lengur en flest lauffellandi tré.

Sumareikin heldur dökkgrænum og sterklegum laufum sínum langt fram á haustið.