Nú er þessi garður sem var hannaður af okkur og byrjað var á 2017 orðinn gróinn og fallegur þar sem við fengum að skoða hann í fullum blóma nú í júlí, sjö árum síðar. Gróðursetning hófst þó ekki fyrr en fyrir um fjórum árum. Eigendur hans hafa svo séð um hann af mikilli alúð sem skilar sér margfalt og eiga hrós skilið. Innilega til hamingju með fallega garðinn ykkar.